Örvitinn

Þykjast svo djöfulli gáfaðir en eru bara viðbjóðslegir

Í alvöru og fullri einlægni þá er þetta mál ekkert einsdæmi. Í stað þess að ræða háskólasamfélagið í heild þá er einblínt á Bjarna Randver. Dæmigert einelti sem svokallaðir jafnaðarmenn sérhæfa sig í. Þetta mál afhjúpar þeirra aðferðafræði. Þeir þykjast svo djöfulli gáfaðir en eru bara viðbjóðslegir.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 12:08 #

Átti Vantrú að kæra háskólasamfélagið í heild til siðanefndar?

aðdáendur
Athugasemdir

Matti - 30/05/12 13:13 #

Sami staður, meiri áróður.

Sæll, Páll, og þakka þér góðan pistil.

Ég hef kynnt mér Vantrúarsöfnuðinn nokkuð rækilega, sérstaklega aðferðafræði hans, og ég get heils hugar tekið með hverju orði sem "magnus" ritar hér að ofan (aths. nr. 5). Það virðist liggja í eðli þessa hóps að hann reynir að þagga niður alla gagnrýni, sem fram kemur á Vantrú, eða kæfa hana með orðavaðli. Mér sýnist sú ætla að verða raunin hér líka.

Eftirtektarverður er valdastrúktúrinn hjá þessum söfnuði. Það virðast mestmegnis 4-5 menn svara fyrir félagið, en sjaldnast eru það stjórnarmenn Vantrúar. Þannig tók t.d. þáverandi formaður Vantrúar (málshefjandi/ sá sem lagði inn kærurnar hjá HÍ) engan þátt í opinberum vörnum fyrir félagið þegar það lá undir ámæli undir lok síðasta árs og í upphafi þessa árs, og flestir aðrir stjórnarmenn Vantrúar héldu sig líka fjarri þeirri umræðu. Núverandi formaður, sem og varaformaður, ritari og gjaldkeri hafa einnig verið einkennilega fjarverandi sem forsvarsmenn félagsins í allri umræðu. Þetta vekur óhjákvæmilega nokkrar spurningar, held ég, um hverjir stjórni félaginu í raun.

Þá er einnig eitt einkenni félagsins að það er með nokkra "lausamenn" á sínum snærum, þ.e. fáeina málsvara, sem verja söfnuðinn undir drep, sama hvað á dynur, en setja svo upp sakleysissvip og segjast aðspurðir ekki tilheyra félagsskapnum sjálfir. Ég vil vekja athygli á þessum þætti í þeirri umræðu, sem spjallþráður þinn virðist ætla að vekja.

Annars gerði Harpa Hreinsdóttir feykigóða og mjög rækilega úttekt á þessum félagsskap fyrr á þessu ári og má nálgast þá umfjöllun á harpa.blogg.is. Hún tók einnig til skoðunar "Stóra Vantrúarmálið" nákvæmar en nokkur annar hefur gert í opinberri umræðu, mér vitanlega.

Helgi Ingólfsson, 30.5.2012 kl. 12:34

Þess má geta að þetta er rætin lygi.

Þá er einnig eitt einkenni félagsins að það er með nokkra "lausamenn" á sínum snærum, þ.e. fáeina málsvara, sem verja söfnuðinn undir drep, sama hvað á dynur, en setja svo upp sakleysissvip og segjast aðspurðir ekki tilheyra félagsskapnum sjálfir.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 30/05/12 15:39 #

Auðvitað er ekki til fólk á internetinu sem er einfaldlega sammála okkur, eða finnst amk oft ómaklega að okkur vegið. Neibs, þetta eru "lausamenn" sem við stjórnum. :S

Matti - 30/05/12 15:41 #

Jamm, svo stjórna ég ykkur ;-)

Birgir Baldursson - 30/05/12 17:03 #

Nei, ég stjórna öllu helvítis brúðuleikhúsinu bak við tjöldin!

Sigurgeir Örn - 30/05/12 17:07 #

Command me master. :P

Þórður Ingvarsson - 30/05/12 17:40 #

Kjaftæði! Það er ég sem stjórna þessu öllu saman! ÖLLUM Í HEIMINUM!!!

Sindri G - 30/05/12 21:45 #

Setja upp glærur í HÍ um þessa konu sem kallar nafngreinda menn viðbjóðslega.

Matti - 30/05/12 22:00 #

Sindri, það telst ekki með þegar drullað er yfir okkur :-)