Örvitinn

Tveir öfgabloggarar

Annar hefur a.m.k. þúsund sinnum fleiri lesendur en hinn og er líka töluvert klárari enda enginn örviti.

Ég og P.Z. Myers

Hitti P.Z. Myers stuttlega á Kex í gær ásamt góðum hópi og átti fínt spjall. Missti af Efast á kránni um kvöldið þar sem ég var staddur í brúðkaupsveislu.

dagbók
Athugasemdir

Óli Gneisti - 03/06/12 18:57 #

Hitti hann enga aðra öfgabloggara? Og hvar er myndakreditið mitt? Ég tek samt fram að það er ekki mér að þakka að myndin kemur svona vel út því þetta er auðvelt þegar maður er með svona góða myndavél.

Matti - 03/06/12 19:00 #

Smelltu á myndina. Skoðaðu næstu myndir ;-)

Svo fær myndavélin mín næstum alltaf kredit! Ég sá samt eftirá að ég stillti okkur vitlaust upp, hefðum átt að snúa að stóru gluggunum.

Sævar Þór Guðmundsson - 11/06/12 20:50 #

Sæll Matti,

hef svolítið verið að fylgjast með Vantrú og þér, andlegum leiðtoga félagsins. ;)

Sá svo þessa frétt í dag og einhverjar á undan. Var reyndar ein á undan sem var bara súrrealísk, eða það sem sjálfstæðiskona sagði. Tengill er í fréttinni.

Ég var bara spenntur að heyra álit þitt eða annarra vantrúarmanna.

Það var allt.

Kv, Sth

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/11/opnad_a_dreifingu_koransins/

Matti - 11/06/12 20:53 #

Fréttirnar af þessu voru dálítið misvísandi í dag en það birtist eitthvað um þetta á Vantrú á morgun.

Mín skoðun er einföld. Gídeon og ríkiskirkjan náðu sínu fram í Hafnafirði.

Sævar Þór Guðmundsson - 11/06/12 21:25 #

Ég er sammála þér um það, að bæjarfulltrúar hafi samþykkt þetta með það að leiðarljósi að Gídeon haldi sínu. Samt finnst mér einnig að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir, að kannski var þrssi setning askja Pandóru.

Eins og segir í fréttinni getur allt sem fellur undir boðun einnig fallið undir fræðslugildi, nema bæklingar mormóna eða votta, að mat verðandi bæjarsyjóra.

Ef ég væri Salman Tamini myndi ég strax byrja að prenta. Ekki er hægt að hafna því að Kóraninn hafi fræðslugildi eins og Nýja testamentið. Reyndar ætti Vísindakirkjan jafnvel að hefjast handa. Börnin eiga að læra þetta allt.

Vann þá Gídeon?