Örvitinn

Hjól og sól

Skellti mér út að hjóla í dag þar sem ég hafði ekkert betra að gera og var aleinn heima. Fór í stuttbuxur og bol og hjólaði af stað. Byrjaði á bensínstöð og bætti lofti í dekk, sá að loftþrýstingur hafði lækkað undir 50psi, setti hann í 70. Það er allt annað líf. Þetta þarf ég að gera miklu oftar.

Hjólaði ekki langan hring, setti nefnilega ekki á mig neina sólarvörn og fann, þegar ég var að hjóla við Elliðavatn, að ég var við það að brenna á framhandleggjum. Muna næst: sólarvörn.


View Sunnudagshjólatúr in a larger map

dagbók
Athugasemdir

Siggi - 06/06/12 23:37 #

Ef ég er með sæmilega gott hjól, 28" með mjóum dekkjum.

Hversu mikill ætti loftþrýstingurinn að vera?

Matti - 07/06/12 00:20 #

Það stendur á dekkjunum, eitthvað bil í psi.