Örvitinn

Ölvunarakstur Höskuldar

Höskuldur Þórhallsson alþingismaður lenti í lögbroti/lögbrotnaði* nýlega. Karlinn var gripinn við ölvunarakstur.

Kampavín

Samkvæmt Vikublaðinu missti Höskuldur bílprófið í átta mánuði.

Á heimasíðu Umferðarstofu er hægt að reikna út viðurlög við ölvunarakstri. Samkvæmt því og lengd ökuleyfissviptingar mældist Höskuldur með 0.91-1.11 prómill í blóði.

Á ensku wikipedia síðunni um áfengismagn í blóði er tafla sem sýnir tengsl áfengisdrykkju og áfengismagns í blóði. Ef við gefum okkur að Höskuldur sé 90kg (sem er skot út í loftið), þá þarf hann fimm/sex drykki til að ná þessu áfengismagni (hver drykkur inniheldur 15ml af áfengi). Höskuldur var tekinn morguninn eftir drykkju og ef við gerum ráð fyrir að átta klukkutímar hafi liðið frá drykkju að akstri (blóðmælingu) þurfum við að bæta 0.01 við fyrir hverjar 40 mínútur (0.12) og fáum út að Höskuldur hafi sennilega drukkið tíu drykki eða jafngildi 150ml af hreinu áfengi.

N.b. hér gef ég mér ýmsar forsendur. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað Höskuldur drakk mikið og sennilega veit hann það ekki sjálfur.

Skál.

* Fengið að láni úr Facebook ummælum.

pólitík Ýmislegt
Athugasemdir

hilmar - 08/06/12 18:04 #

Lenti í lögbroti ? Má ekki segja að hann hafi lagt það upp sjálfur ?

Matti - 08/06/12 18:07 #

Þetta var sagt í gríni - svona taka gárungarnir stundum til orða :-)

Baddi - 08/06/12 21:45 #

Ég var einmitt að pæla í þessu sjálfur. Hann mælist á 4. stigi af 6 á sektarskalanum (http://tinyurl.com/bwh4wyd), daginn eftir, svo hann hlýtur að hafa fengið sér ansi marga kvöldið áður.

Nafnlaus - 08/06/12 22:02 #

Ég hef "lent í þessu" líka. Kippa af litlum bjór + 1-2 glös af rommi var nóg til að ná upp á 2. stig 8 tímum eftir að drykkju lauk (0.33 í lofti). Ég veit ekki hvað hefur þurft mikið til að mælast á 4. stigi.