Örvitinn

Pirringur þeirra sem hafna guðstrú

Þeir sem velja að hafna guðstrú algjörlega halda einfaldlega fram að það sé engin vitur eða greind vera sem hafi skapað heiminn, heldur sé allt tilviljunum háð. Sú manneskja leitar sjálfsagt eftir algjöru frelsi. Að hindurvitni séu ekki að trufla líf hennar. Slík manneskja getur haft allt á hornum sér og farið hamförum á bloggsíðum gegn þeim sem einhverjum trúa, en virðast ekki hafa rödd í raunverulegu lífi, af einhverjum ástæðum - hefur enga rödd eða samstöðu. Pirringur slíkrar manneskju er skiljanlegur, en hefur að grundvallarforsendu þann skort á auðmýkt að aðrir geti haft rétt fyrir sér, sama hvernig þeir ákváðu þeirra val. #

Hrannar er auðvitað ekki að segja neitt í raun, a.m.k. ekkert sem hann mun játa að hafa sagt ef gengið yrði á hann.

Það sem pirrar "slíkar manneskjur" er t.d. skortur á frelsi frá trúarbrögðum, opinberir styrkir til trúfélaga, trúboð í skólum og gríðarlegir fordómar gagnvart trúleysingjum.

Varðandi þá sem "[fara] hamförum á bloggsíðum gegn þeim sem einhverjum trúa" þá veit ég ekki hvern hægt er að heimfæra þetta á, nema kannski doctorE. Það er lífseig mýta að þetta gildi um mig og félaga mína í Vantrú.

efahyggja
Athugasemdir

Einar Karl - 26/06/12 13:41 #

Ég gæti best trúað því að þúsundir hér á landi hafni guðstrú. Þeir sem rexa um það á netinu eru hins vegar tiltölulega fáir.

Matti - 26/06/12 14:57 #

Já, þeir sem tjá sig á netinu eru sárafáir. Þeir teljast í tugþúsundum sem hafna guðstrú á Íslandi, eru a.m.k. 20% landsmanna ef miðað er við kannanir.

Matti - 26/06/12 21:28 #

Ætli Hrannar svari athugasemd minni?