Örvitinn

Prometheus

Skelltum okkur í bíó í gærkvöldi og sáum Prometheus í þrívídd. Ástæðan fyrir því að ég fór loks á myndina var að ég hef verið að rekast á greinar og myndbönd um myndina og dauðlangaði til að lesa en vildi ekki spilla glápinu.

Mér fannst myndin nokkuð góð en Gyða var ekkert rosalega hrifin (hún er ekki einu sinni búin að sjá Alien/s!). Við vorum sammmála um að myndin væri mjög flott (jájá segir Gyða). Ég held að einhverjir ættu að plata Ridley Scott til að taka upp landkynningarmyndbönd. Ég veit ekki hvort þrívíddin gerði nokkuð fyrir myndina.

Annars mæli ég með umfjöllun RedLetterMedia. Þetta "spjall" þeirra er einnig gott - en bara fyrir þá sem hafa séð myndina.

Jesúvinkillinn er dálítið skemmtilegur, um hann er hægt að lesa á reddit.

kvikmyndir
Athugasemdir

Óli Gneisti - 26/06/12 21:36 #

Þrívídd hefur aldrei gert neitt fyrir neina mynd.

Matti - 26/06/12 21:38 #

Happy Feet 2 er helvíti flott í þrívídd.

Sigurgeir Örn - 27/06/12 21:08 #

Þrívíddin hefur verið skemmtileg í sumum myndum en hún hefur aðeins verið ofnotuð að mínu mati. Varðandi Prometheus, þá langaði mig til að benda þér á þessa grein. http://freethoughtblogs.com/axp/2012/06/10/prometheus-pandering-to-anti-science/

Það er að segja ef þú hefur ekki séð hana, mér fannst vera nokkir öflugir gagnrýnispunktar í greininni.

Matti - 27/06/12 21:32 #

Jamm, góð grein. Trúarstefin og andvísindaþemað í myndinni böggaði mig líka!

Matti - 29/06/12 10:27 #

Því meira sem ég les um myndina, því verri finnst mér hún!

Nei, ég segi svona. Mér fannst myndin ágæt skemmtun og auk þess þótti mér hún vera flott.

Þessir tæta myndina í sig.