Örvitinn

Skortur á tæknimenntuðu fólki?

Ef það er svona mikill skortur á fólk tæknimenntuðu fólki á Íslandi, hvernig stendur á því að fólk með slíka menntun er ekki áberandi í tekjublöðunum? Þegar t.d. tölvunarfræðingar eða verkfræðingar komast á blað eru þeir nær undantekningarlaust í stjórnunarstöðum en starfa t.d. ekki við hugbúnaðargerð.

Ef tekjublöðin eru skoðuð má draga þá ályktun að helst skorti lögfræðinga. Samt er offramboð af þeim samkvæmt fréttum, of margir að útskrifast.

Það er einhver skekkja í þessu dæmi. Þangað til sú skekkja er löguð mun skorta tæknimenntað fólk.

pólitík tækni
Athugasemdir

hildigunnur - 11/08/12 22:02 #

tja bóndi minn var fastagestur í þessu blaði (verkfræðingur sem starfar við forritun) þar til hann baðst undan því fyrir þremur til fjórum árum eða svo. En launin eru bara í þokkalegu meðallagi.

Matti - 11/08/12 22:04 #

Já, ég er reyndar að vísa til þeirra sem eru með afskaplega háu launin, þess vegna talaði ég um þá sem eru "áberandi". Forritararnir eru ekki á þeim lista heldur lögmennirnir, endurskoðendurnir, millistjórnendur og stjórnendur.