Örvitinn

Gleðigangan

Fólksfjöldi í bænum

Við skelltum okkur í bæinn í gær og fylgdumst með Gleðigöngunni og tónleikum. Það var magnað að sjá allan þennan fjölda í bænum í þessu veðri. Ég efast um að jafn margir myndu mæta við nokkuð annað tilefni þegar svona viðrar. Fólk mætir nefnilega á Gleðigöngu til að skemmta sér en einnig til að sýna samstöðu.

Regnhlífarnar skýla fólki ágætlega en ræna aðra útsýni. Það var dálítið pirrandi þegar fólk plantaði sér beint fyrir framan okkur með regnhlíf þannig að við sáum ekki lengur á sviðið en við gátum svosem fært okkur. Við klæddum okkur einfaldlega í regnheld föt og tókum undir þegar Helgi Björns söng um að honum þætti rigningin góð.

Ég tók nokkrar myndir.

dagbók myndir