Örvitinn

Retro Stefson þá og nú á Menningarnótt

Menningarnótt 2007 fórum við og horfðum á Retro Stefson í Hljómskálagarðinum. Það var fámennt en góðmennt á þeim tónleikum. Við fórum til að sjá Tóta frænda spila.

Ári seinna sáum við hljómsveitina á Ingólfstorgi, áhorfendur voru töluvert fleiri í það skipti og Þórður var flottur.

2009 spilaði Retro meðal annars í bakgarði við Ingólfsstræti.

2010 horfðum við á þau spila á Óðinstorgi, þar voru fjölmargir áhorfendur.

Í fyrra vorum við ekki í borginni á Menningarnótt. Í gærkvöldi sátum við á Arnarhóli og horfðum á hljómsveitina. Það voru örlítið fleiri áhorfendur en í Hljómskálagarðinum árið 2007.

Ég þarf að fara í gegnum myndasafnið og sjá hvort ég eigi ekki myndir af öllum tónelikunum þar sem sést í áhorfendur. Nenni því ekki núna, valdi bara myndir sem ég hafði sett á vefinn hverju sinni.

myndir tónlist