Örvitinn

Guðjón Heiðar Valgarðsson elskar mig ekki

Ég gæti tekið saman ansi góðan lista yfir athugasemdir Guðjóns um mig síðasta sólarhring en þessi athugasemd stendur ágætlega ein og sér.

Ég sagði pollrólega, horfandi í augu þín að þú værir pirrandi og vitlaus og allt sem þú hefðir skrifað á netinu væri óþolandi.

Ég var ekki að tala um taktík fyrir útvarpsrökræður, heldur taktík til að nota í rökræðum við þverhausa eins og þig.

Þú þarft að skilja hversu mikið ég fyrirlít þig og þær skoðanir sem þú stendur fyrir. Þú þarft að skilja að þú ert málsvari morðingja, nauðgara og mestu lygara mannkynssögunnar. Þú ert verri en fólkið sem stóð með Hitler. Þú berð ábyrgð á dauða fólks og pyntingum, óbeint að vísu, en þó mikla ábyrgð. Þú ert holdgervingur þess hugsunarhátts sem er að drepa plánetuna okkar og þú ættir að skammast þín.

Það er ekki þar með sagt að ég beri engan kærleik til þín. Ég vorkenni þér vissulega fyrir að búa í ævintýralegum heimi ranghugmynda um ágæti okkar samfélagsgerðar og skólakerfis, og fyrir að virðast hafa eitt of miklum tíma í kjallaranum þínum að spila world of warcraft til að hafa hugmynd um hvað er að gerast í raunverulega heiminum í kringum þig. Ég myndi vera fljótur að fyrirgefa þér ef þú sæir villu þíns vegar, og myndir t.d. horfa á EINA mynd sem fjallar um þetta frá sjónarhorni þeirra sem það eru að gera, ekki þeirra sem sakaðir eru um að standa fyrir blekkingunum.

Séð á Facebook-vegg Frosta Logasonar.

Hér eru ummæli Guðjóns um mig fyrir þáttinn.

Ég bæti kannski í sarpinn, Guðjón Heiðar virðist rétt vera að byrja.

aðdáendur samsæriskenningar
Athugasemdir

Óli Gneisti - 29/08/12 19:05 #

Hann talar eins og Bjarni Randver segir að við tölum.

Matti - 29/08/12 19:40 #

Það er nokkuð ljóst að ég má ekki anda í áttina að Guðjóni því þá er ég orðinn agalegur ruddi.

Kristján Atli - 29/08/12 22:11 #

Maðurinn er snargeðveikur. Svona skrifar bara fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Þvílíkt og annað eins.

Matti - 30/08/12 08:08 #

Ef markmið Guðjóns Heiðars er að telja fólki sem þekkir hann ekki neitt trú um að hann eigi við andleg veikindi að stríða er hann að standa sig vel.

Einar - 31/08/12 10:54 #

Það er kannski merkilegast í þessu að hans eigin FB vinir gagnrýndu hann einna mest á hans síðu. Þeir settu m.a út á æsinginn og lætin sem voru í honum í þættinum. Að grípa frammí og öskra osfrv.

Hann tók að sjálfsögðu ekki frekar mark á því en öðru í þessu máli...

Það er greinilegt að samsæriskenningar eru honum mikið hjartans mál og gæti það kannski afsakað eitthvað hvernig hann bregst við þegar hans sýn á málið er gagnrýnd. En að kalla alla fífl og vitleysinga sem honum eru ósammála ... að það er ekki líklegt til árangurs í að sannfæra fólk sem er hlutlaust í málinu um hans málstað.

Kiddi - 03/09/12 14:13 #

Af hverju horfirðu samt ekki á fleiri heimildarmyndir um þetta? Þú verður að horfa á heimildarmyndir til þess að vera upplýstur um málið.

Matti - 03/09/12 14:17 #

Hvað þarf ég að horfa á margar? Í umræðu á Facebook held ég að Guðjón Heiðar hafi sett inn vísanir á meira en 30 heimildarmyndir. Þarf ég nokkuð að horfa á þær allar?

DJ - 04/09/12 02:48 #

Nei, ekki allar. En það voru samt nokkuð skemmtileg rök hjá honum og í sjálfu sér ekki galin. Það er tilgangslaust að rökræða við fólk sem hefur ekki kynnt sér málið.

Til að setja þetta í samhengi fyrir þig Matti, þá er þetta svona eins og að rökræða um trú við einhvern sem hefur varla dottið í hug að að gvuð sé ekki til, og ef það hefur gerst, þá hefur sá hinn sami bara tékkað á biblíunni, fengið staðfestingu, málið dautt.

Auðvitað æsti hann sig allt of mikið og átti gríðarlega erfitt með að hemja sig, en mér fannst það (fyrir utan skemmtanagildi) í rauninni bara sönnun þess hvað hann hefur kafað í þessar kenningar, en lítið getað rætt um þær við einhverja sem hafa skoðað þetta álíka mikið.

Óþolinmæðin, sem var augljóslega beint gegn þeim (Matta í þessu tilfelli) sem hafa ekki gert það, er að mínu viti bara svipuð óþolinmæðinni sem Vantrú hefur gagnvart ofsatrúarfólki að mörgu leyti.

En þetta var allavega skemmtilegt útvarpsefni.

Matti - 04/09/12 09:35 #

Raunin er sú að ég hef skoðað kynnt mér málið, alveg örugglega ekki jafn mikið og Guðjón en augljóslega betur. Af hverju segi ég betur? Jú, ég setti fram staðreyndir í þættinum sem hann þekki ekki - hann kallaði mig svo lygara eftir þáttinn áður en honum var bent á að hann mislas gögnin sem hann vitnaði í. N.b. í þessu tilviki er ég að tala um atburð sem hann nefndi til sögunnar.

Matti - 12/09/12 16:56 #

Svona óskapleg sjálfsupphafning er ekki góður grunnur fyrir ástarsamband.

EgillO - 13/09/12 22:15 #

Fyndin þessi heimildamyndapæling. Nú er komið all rækilega í ljós að þó að sumir hafi horft á gazilljón heimildarmyndir um 9/11 þá hafa þeir enga sérstaka þekkingu á því sem fór fram. Það er ekki nóg bara að horfa á einhverja mynd og taka öllu sem þar kemur fram trúanlega ef það passar við þá skoðun sem maður hefur fyrir.

Gott dæmi er það sem Guðjón sagði í Harmageddon í fyrradag um að flugræningjarnir sem flugu á WTC hefðu verið í blindflugi. Það er fengið út þannig að fyrst að þeir hafi slökkt á 'transponder' vélarinnar, sem er tæki sem gefur flugumferðarstjórn upplýsingar um viðkomandi vél, þá hafi í leiðinni slokknað á radar og öðrum leiðsagnartækjum í vélinni.

Þarna er Guðjón að gleypa hráar kolrangar upplýsingar úr einhverri 'heimildarmynd' og pælir ekkert í því meira hvort að þetta sé rétt.

Matti - 26/01/22 11:18 #

"lengi lifir í gömlum glæðum"




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)