Örvitinn

Afhommunarauglýsingin

Ég sé að skjáskot mitt af afhommunarauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu á gaypride daginn 2006 og listinn yfir þá sem stóðu að henni hefur farið víða undanfarið. Það er jákvætt, gott að sem flestir rifji þetta upp.

Harðasta gagnrýnin sem ég og aðrir trúleysisnöttarar höfum sett fram hefur iðulega falist í því að vekja einfaldlega athygli á orðum og gjörðum trúmanna. Þessi heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu fyrir sex árum. Spáið í það!

Þegar þetta sama fólk stóð svo fyrir bænagöngu sem stillt var upp gegn Gaypride göngunni lét ríkiskirkjufólk sig ekki vanta.

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rúnar - 11/09/12 14:31 #

Ekki gleyma því að það voru ríkiskirkjuprestar á þessum lista.