Örvitinn

Moggalygi dagsins - Al Gore og internetið

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins var kvartað yfir því að fjölmiðlar í Evrópu máli upp þá mynd að demókratar séu gáfaðari en repúblikanar. Til að andmæla því skrifar ritstjóri Morgunblaðsins:

Þegar Al Gore tók við keflinu af Clinton var hann dreginn upp sem afburðagáfaður við hlið bjálfans Bush yngri. Fullyrðingar Gores um að hann hefði fundið upp internetið voru þó fljótlega saltaðar

Vandinn við þessa sögu er að þetta er ósatt. Það sem meira er, það er oft búið að sýna fram á að þetta er ósatt og ritstjórinn á að vita það. Samt var þetta dæmið sem hann kaus að nota.

Despite the derisive references that continue even today, Al Gore did not claim he "invented" the Internet, nor did he say anything that could reasonably be interpreted that way. #

Ég held að þessi stöðuga ósannsögli sé ein ástæða þess að mörgum þykja repúblikanar vitlausari en andstæðingar þeirra. Baráttan gegn þróunarkenningunni, hjónaböndum samkynhneigðra, hnattrænni hlýnun og aðskilnaði ríkis og kirkju hjálpar ekki.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Halli - 17/09/12 12:12 #

Baráttan gegn hnattrænni hlýnun hlýtur nú að hjálpa smá, ef repúblikanar hafa staðið í slíku.

Hvaða aðskilnaði ríkis og kirkju í BNA eru repúblikanar á móti?

Matti - 17/09/12 12:17 #

Ég átti nú við að frá repúblikönum heyrast reglulega raddir um að hnattræn hlýnun sé ekki raunveruleg eða ekki vandamál.

Varðandi aðskilnað ríkis og kirkju er ágætt að kynna sér "faith based" þróunina í BNA í tíð Bush yngri og svo uppgang öfgatrúmanna innan flokksins síðustu ár.