Örvitinn

Séra Örn Bárður segir ósatt í bítið

Séra Örn Bárður mætti í Í bítið í morgun og tjáði sig um kirkju og stjórnarskrá. Meðal þess sem hann sagði var:

Það eru tvær þjóðkirkjur í Finnlandi, Lútherska kirkjan sem er með 85 eða 90% íbúanna..."

Þegar við skoðum gögnin sjáum við að þarna sagði Örn Bárður útvarpshlustendum ekki rétt frá.

Hið rétta er að 77.2% Finna eru í lúthersku kirkjunni og 20.1% utan trúfélaga. Til að sjá 85% neðri mörk ríkiskirkjuprestsins þurfum við að fara aftur til ársins 2000 og 90% efri mörkin voru engar ýkjur árið 1980 - fyrir þrjátíu og tveim árum.

Ég ætla að gefa mér að klerkurinn sé illa að sér frekar en að hann hafi logið viljandi í þetta skipti. Örn Bárður er vanur að styðjast við frekar gamlar heimildir.

kristni
Athugasemdir

Halldór L. - 17/09/12 19:22 #

Þetta er reyndar ósatt hjá þér Matthías. Klerkurinn er ekki vanur því að styðjast við heimildir yfirleitt.

Matti - 17/09/12 23:39 #

Hann á það til að vitna í Biblíuna og það er alveg hægt að kalla hana heimild.