Örvitinn

Rautt

Þessi í hvítu treyjunni, með báða sóla á lofti, fékk ekki spjald þrátt fyrir að tveggja fóta sólatækling sé sjálfkrafa rautt spjald samkvæmt reglum leiksins. Leikmaðurinn í rauðu treyjunni fékk rautt spjald fyrir að hoppa glannalega í tæklinguna. Ég sá rautt.

Tækling í fótbolta

Annars þarf Shelvey að slaka á og hætta að tækla eins og Gerrard, Englendingar kunna ekki að tækla. Hann á að horfa á myndbönd með Lucas Leiva og læra að tækla eins og Brassi!

Og hreyfimynd. Þeir stökkva báðir í tæklinguna, annað hvort fá báðir rautt eða hvorugur. Að mínu mati er tækling Shelvey miklu betri en tæklingin hjá Evans, Shelvey fer með einn fót beint í boltann, Evans fer með báða sóla á undan sér.

Shelvey og Evans tæklast

Og til að toppa þetta allt saman er hér söngur stuðningsmanna United eftir leikinn.

boltinn
Athugasemdir

Anonymous - 23/09/12 21:29 #

www.433.is/frettir/england/studningsmenn-liverpool-leku-hrapandi-flugvel/

Matti - 23/09/12 21:33 #

Hvaða stuðningsmenn? Hve margir? Eru til myndir eða myndbönd af þessu? Ef einhverjir stuðningsmenn Liverpool gerðu þetta á að banna þá á Anfield.

En við erum að horfa og hlusta á svona 2000 stuðningsmenn United syngja "it's never your fault" og "murderers". Ekki fáeinan svarta sauði.

ps. Nafnleysi er fyrir aumingja.

Arnar Magnússon - 23/09/12 21:34 #

Hóst hóst Hvað er Gerrard oft búinn að sleppa við tveggja fótatæklngar. Og ekki voru Liverpool menn mikið að kvarta þegar slapp við rautt á Nani á seinstu leiktíð. Og dómararnir fara aldri eftir bókinni með að markvörður eiga að standa á línunni.

Matti - 23/09/12 21:36 #

Hvað í ósköpunum ertu að tala um? Gerrard fékk rautt í leik á móti United á þarsíðustu leiktíð ef ég man rétt. Nefni ég ekki sérstaklega í bloggfærslunni að Shelvey eigi ekki að taka Gerrard sér til fyrirmyndar?

Vandamálið er ekki það að Evans hafi ekki fengið rautt fyrir grófa tveggja fóta tæklingu. Vandamálið er að Shelvey fékk rautt fyrir þetta atvik. Það er svo glórulaust að jafnvel hörðustu stuðningsmenn United sjá það.

Matti - 23/09/12 21:40 #

Svo fer lítið fyrir umræðu um að þegar stuðingsmenn Liverpool sungu You'll never walk alone í upphafi, meðan mósaíkmyndirnar voru upp fyrir leik - sungu stuðningsmenn United allan tímann ofan í það.

Virðing maður.

Arnar Magnússon - 23/09/12 21:41 #

Ég var að útskýra fyrir þér að dómarinn dæmir ekki alltaf eftir bókinni.

Matti - 23/09/12 21:44 #

Þú þarft ekki að útskýra það fyrir mér. Ég hef séð Scholes "tækla"!

Björn Friðgeir - 24/09/12 06:52 #

Það er alltaf sungið ofan í YNWA. Sem og United Calypso á OT, og alltaf þegar svona 'club anthems' eru spiluð. Það var ekkert verið að fara fram á eitthvað öðruvísi í gær. Og það er alveg óþarfi að vera að efa þetta með flugvélaleikinn. Sjá hér á BBC http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/19692320 Þetta er ekki spurning um að annar hópurinn séu englar. Og hér er tæklingin frá Carragher á Nani svona fyrst þú ert búinn að gleyma henni. http://lockerz.com/u/101greatgoalscom4134/decalz/14449330/naniinjurybrutaltacklefromjamieca

Matti - 24/09/12 09:16 #

Það var munur á YNWA í gær og í öðrum leikjum. Leikurinn var ekki flautaður á fyrr en lagið var búið af ástæðu.

Það er munur á því að lið missi ekki mann útaf þó hann framkvæmi glórulaust brot (Scholes svona hundrað sinnum á ferlinum) og því þegar lið missir mann útaf að ósekju. Í öðru tilvikinu eru enn jafn margir leikmenn inni á vellinum, í hinu hefur annað liðið ekki lengur jafn marga leikmenn.

Ég er einfaldlega að segja að ef annar átti að fá rautt í gær áttu báðir að fá rautt. Ég er ekki að heimta Evans útaf nema vegna þess að Shelvey fékk rautt.

Þið skiljið þetta alveg.

KristjánS - 24/09/12 10:30 #

Maður veltir fyrir sér hvort Halsey hafi fundið sig knúinn til að standa undir nafni, þ.e. Headline Halsey?

Að mínu mati verður það Evans til happs, ef þannig má taka til orða, að hann fer ekki í Shelvey. En ólíkt Evans þá fer Shelvey í Evans. Spurning hvort dómarinn sjái það þannig? Ég tel Evans gera tilraun til þess að fara í boltann, sparka honum innanfótar með hægri fæti á meðan Shelvey á skrautlega tæklingu sem lítur illa út. En svo veltir maður fyrir sér hvort Evans gerist ekki, strangt til tekið, sekur um tveggja fóta tæklingu og eigi þar með skilið rautt spjald?

Ég myndi vilja sjá atvikið stuttu fyrir þetta atvik, þegar Giggs og Shelvey áttust við. Kannski hafði það einhver áhrif á dómarann. Auk þess átti Shelvey hressa tæklingu á Rafael eftir um 15 mín leik. Litaði það á einhvern átt ákvörðun dómarans?

En svona er boltinn stundum falla hlutir með manni og stundum ekki. Mér enn í fersku minni skrautleg tækling Carragher á Nani á Anfield fyrir nokkrum árum, sem Björn nefnir hér að ofan. Einnig vildi maður fá víti þegar Carragher braut á Owen hér um árið, sem og þegar títtnefndur Carragher braut á Carrick.

Dómarinn hefur víst alltaf „rétt“ fyrir sér sama hvort maður sé sammála honum eða ekki...

Það eru skiptar skoðanir varðandi söngva stuðningsmanna Man Utd og meininguna á bakvið þá. Mér fannst þetta áhugaverð lesning: http://therepublikofmancunia.com/its-never-their-fault/

Matti - 24/09/12 10:48 #

Ég las þessa grein í gær. Hún er að mínu mati skelfileg. Það eru mjög margar staðreyndavillur þarna og eins og nokkrir áhangendur United benda á í athugasemdum var þetta tiltekna lag sungið löngu fyrir Suárez/Evra atvikið.

Björn Friðgeir - 24/09/12 11:42 #

Skal alveg skrifa undir að báðir hefðu getað fengið rautt. Finnst þó verra að stökkva upp eins og Shelvey gerir. Alveg örugglega höfðu fyrri tæklingar Shelvey áhrif líka.

Skil ekki alveg muninn á því að missa mann útaf að ósekju og að fá ekki að vera manni fleiri. Hvort tveggja gefur öðru liðinu ósanngjarnt forskot.

Get líka alveg skilið að 'Never your fault' fari illa i menn sama hvað margar vísanir í aðra atburði það hefur.

Að síðustu: Ertu að reyna að segja að YNWA sé spilað venjulega á meðan leik stendur?? Er það ekki alltaf á undan? Yfirleitt áður en leikmenn ganga inná völlinn? er það ekki það sem þú ert að meina?

Sé ekki hvers vegna það skiptir minnsta máli hvenær það er spilað, það var ekki auglýst sem eitthver sérstök minningarstund, það sem ég veit.

Siggi Óla - 24/09/12 17:24 #

Séð í fyrsta skipti í gær í leiknum leit tækling Shelvey illa út og mun verr en Evans fannst mér. Í endursýningu og með því að horfa aftur og aftur líta báðir illa út og er ljóst að þeir áttu báðir að fá rautt.Fáránlegar tækling hjá báðum.

Að tala um dóma í fyrra og hittifyrra skiptir engu um það að þessi var vafasamur. Að rífast um tæklingar Scholes og Gerrard í gegn um tíðina bætir heldur ekki miklu við þennann dóm.

Ég hef nú grun um það að ef við tækjum, til dæmis öll lið í efstu deild og skoðuðum stuðningsmenn þeirra þá fengjum við svipað hlutfall af drullusokkum hjá öllum klúbbum.

Auðvitað ekki hægt annað er fordæma níðsöng MU stuðningmanna eftir leik og ekkert sem réttlætir hann og ekki heldur að þeim hafi verið ögrað. Það skiptir engu og ekkert sem réttlætir svona framkomu.

Hins vegar bendi ég á að þarna sýnist mér að nánast sé búið að rýma völlinn, bara MU stuðningsmenn sem haldið er eftir í svolítinn tíma meðan dreifist úr fyrir utan þannig að við getum ekki sagt hvort einhverjir Lpool stuðningsmenn, 2 eða 2000 hefðu svarað með níði.

Þurfum bara að vona að það náist smátt og smátt að sía svona lið frá því þetta er svo ljótur blettur á boltanum.

Matti - 25/09/12 10:57 #

Algjörlega sammála Siggi.

kjiddi - 12/10/12 23:14 #

hverjum er ekki skít sama um fótbolta

Matti - 14/10/12 13:20 #

Mér.