Örvitinn

Nokkur sannleikskorn

Listi yfir málshætti.

Ýmislegt
Athugasemdir

Sindri G - 05/10/12 10:03 #

•"Hver er sinnar gæfu smiður nema hann sé með fæðingargalla, lendi í slysi eða annað fólk geri eitthvað á hans hlut." Svo er líka hægt að vera bara plain óheppinn - rangur maður á röngum stað. X er klár og duglegur og fer í háskólanám í fornleifafræðia. Að loknu námi kemur hrun og vegna peningaskorts er öllum fornleifarannsóknum hætt og X fær ekki starf sem hentar honum. (Eða hann lærir lögfræði, en bara þeir sem eiga frændur og vini í lögmannsstétt fá störfin, o.s.frv.)

Sindri G - 05/10/12 10:22 #

Smá málfræðiábending. •Sannleikurinn leynist ekki mitt á milli tvennra öfga. (ekki tveggja öfga, þar sem öfgar eru kvekynsorð!)

Matti - 05/10/12 10:40 #

Takk fyrir ábendinguna.

Sindri G - 05/10/12 12:48 #

Þessi ábending var nú bara grobb og málfarslegt-yfirlæti hjá mér :) (Maður verður svona af því að vinna með málfræðingum á hverjum degi)

Matti - 05/10/12 12:50 #

Mér finnst yfirleitt fínt að fá ábendingar varðandi málfar og stafsetningu. Er alltaf að reyna að bæta mig.

Gunnar - 10/10/12 22:38 #

Ekki vegna þess að öfgar eru kvenkynsorð, heldur vegna þess að öfgar eru fleirtöluorð. Það gildir sama um lýsingarorðin tveir og tvennur að þau eru eins í karlkyni og kvenkyni eignarfalls fleirtölu.

http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=tveir

http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=tvennur

Afsakið grobbið og yfirlætið, en ég er brigðull eins og við flest — fer t.d. iðulega í sundskýlur, líklega vegna þess að buxur er fleirtöluorð. :-)

Einar Jón - 19/10/12 16:15 #

Gunnar: Hvers vegna ráða buxur því í hvaða tölu sundskýlur eru?

Tarsan var alltaf í lendaskýlu, og á meira skylt með pilsi en buxum. Eða hvað?