Örvitinn

Enska kirkjan og hjónabönd samkynhneigðra

Hvaðan kemur þessi hræðsla við við samkynhneigð?

Í Bretlandi er mikil andstaða við að samkynhneigðir geti látið pússa sig saman og fer þar Enska kirkjan fremst í flokki. #

Kemur þetta á óvart? Á Íslandi var það ríkiskirkjan sem var í fararbroddi þeirra sem andmæltu hjónaböndum samkynhneigðra?

Hafið ekki áhyggjur, sagan verður endurskrifuð. Í annálum verður Kalli biskup besti vinur samkynhneigðra.

kristni vísanir
Athugasemdir

Baldur McQueen - 06/10/12 23:14 #

"Í Bretlandi er mikil andstaða...."

Skoðanakannanir hafa yfirleitt verið að sýna þetta 60-70% fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra. Síðasta stóra könnunin sem ég man eftir - einhvern tíma í sumar - fór yfir 70%... og langt yfir það meðal yngri aldurshópa.

Ekki veit ég hvernig DV skilgreinir "mikla andstöðu", en augljóslega er það á annan hátt en ég.