Örvitinn

Davíð dylgjar um búsáhaldabyltingu

Mótmæli

"Á haugana með Davíð" stendur á skilti mótmælanda við Alþingi í janúar 2009.

Hvert er tilefnið?

Hvert er tilefnið [til að endurskrifa stjórnarskrá]? Að viðskiptabankarnir þrír kollsigldu sig haustið áður? Þarf að umbylta stjórnarskránni þess vegna? Er tilefnið virkilega að óvinsælustu ríkisstjórn þjóðarinnar hafi skolað inn á þing í kjölfar múgárása á þinghúsið og fleiri stofnanir, sem minnstu munaði að næðu að yfirbuga fámennt en ótrúlega hugað lögreglulið í herlausu landi? Þekkt er að einstakir þingmenn reyndu að auðvelda skríl að koma aftan að lögreglunni og þingmenn sem síðar urðu ráðherrar ömuðust við því að lögreglumenn fengju að kasta mæði stundarkorn inni í þinghúsbyggingunum eftir ofurmannlega áraun. Íslenskir fræðimenn hafa enn ekki haft uppburði í sér til að fara í gegnum þennan þátt óeirða sem kallaðar eru hinu dúkkulega nafni »búsáhaldabyltingin«. Enn hefur ekki verið upplýst hverjir skipulögðu óeirðirnar eða fjármögnuðu þær. Vísbendingarnar eru þó margar og flest ber þar að sama brunni. Og það segir vissulega sína sögu að aldrei var árásunum beint fáeina metra frá Austurvelli, upp að Túngötu 6, eins og minnt var á í þjóðkunnri vísu. Og þekkt er að sjálft Ríkisútvarp landsins, sem sjálftökulið þar innanhúss kallar RÚV, hafði sig mjög í frammi þessa dagana og var atbeini þess allur með miklum ólíkindum. Einhvern tíma verður allt þetta mál opinbert.

Úr Reykjavíkurblaði Morgunblaðsins. Davíð endaði vissulega á haugunum.

fjölmiðlar pólitík
Athugasemdir

Már - 06/10/12 21:10 #

Þetta eru sorglega fávitaleg skrif.