Örvitinn

Hvað myndi Jesús kjósa?

Jesús

Ég fór á fund Stjórnarskrárfélagsins í gærkvöldi. Efni fundarins var "Þjóðkirkjan og nýja stjórnarskráin - Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar".

Fundurinn var ágætur og í lokin komu nokkrar fínar spurningar (og nokkrar alveg skelfilegar). Ég lagði ekki fram spurningu.

Þegar ég var að sofna datt mér í hug ein spurning til kirkjufólksins, Agnesar, Daggar og Hjalta. Ég er stundum svo seinn að fatta!

Myndi Jesús kjósa já eða nei?
Þau trúa því öll að Jesús hafi verið til og telja að hann hafi verið alveg sérstaklega merkilegur náungi. Boðskapur hans var víst byltingarkenndur og Jesús ögraði yfirvöldum.

Hvernig halda þau að Jesús myndi kjósa um þjóðkirkjuákvæðið?

Getur verið að Jesús myndi réttlæta augljósa mismunum með vísunum í dóma Hæstaréttar og dómstóla í Evrópu? Myndi Jesús réttlæta mismunum með vísun til hefðar eða vísunar til þess að kirkjan gegndi svo mikilvægu hlutverki í almannavörnum?

Er ekki nokkuð ljóst að ef Jesús væri til í dag og fengi að kjósa myndi hann velja nei við spurningu 3 í þjóðaratkvæði 20 október?

Ég efast reyndar um að þau hefðu svarað spurningunni og ég held þeim sé satt að segja alveg sama um það hvað Jesús myndi segja - þetta snýst jú um að viðhalda forréttindum.

Það sem ég hef lesið mér til um Jesús og þá mynd sem nútíma trúmenn hafa af honum get ég engan vegin séð hvernig hægt sé að segja annað en að hann myndi velja nei og mótmæla með því að fólki væri mismunað út frá trúar- eða lífsskoðunum. Jesús ríkiskirkjutrúmanna myndi aldrei sætta sig við ríkiskirkju, er það nokkuð?

ps. Þorvaldur Víðisson bar fram spurningu í lokin en "gleymdi" að nefna þegar hann kynnti sig að hann er nýráðinn biskupsritari.
pps. Ég þarf varla að taka fram að ég trúi ekki á Jesú.

Jesús kristni pólitík
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 11/10/12 12:10 #

Mér finnst að þú eigir að rita blaðagrein um þennan ágæta punkt.

Reynir - 11/10/12 13:19 #

Ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að Jesús tæki ekki einu sinni þátt í þessari skoðanakönnun frekar en flokksforysta hans.

Þröstur - 11/10/12 13:36 #

Sammála Birgi. Henda blaðagrein á fréttablaðið og fleiri

Matti - 11/10/12 14:55 #

Ég mun aldrei senda grein í Morgunblaðið og sé ekki tilganginn í að láta Fréttablaðið skella aðsendri grein frá mér beint á vísi.

Þ.a. þið þurfið að sætta ykkur við þetta hér ;-)

Óli Gneisti - 12/10/12 08:14 #

Jesús Kristur myndi kjósa Samfylkinguna segir Sigmundur Ernir á forsíðu DV.

Freyr - 12/10/12 11:26 #

Þegar þú spyrð trúað fólk að því hvað það haldi að Jesú eða guði finnist um eitthvað ertu í raun að spyrja hvað það sjálft finnist um eitthvað.