Örvitinn

Greinar um ríkiskirkjuna og stjórnarskrá

Vantrú hefur tekið saman yfirlit yfir greinar um ríkiskirkjuna og stjórnarskrá. Glöggir taka eftir því að við þorum að vísa á "upplýsingasíðu" kirkjunnar. Nýjasta greinin á Vantrú um meint sjálfstæði ríkiskirkjunnar fjallar um fáeinar fullyrðingar sem þar koma fram.

Haldið þið að kirkjan þori að vísa til baka?

kristni pólitík vísanir
Athugasemdir

Thork - 15/10/12 20:53 #

Það er vægast sagt óviðunandi að skattfé sé notað til reyna að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðlsu. Hvað fyndist fólki um að forsettaembættið pantaði síðu til að mæla með þeim valkostum á kjörseðlinum sem hugnaðist forsetanum. Þetta vitnar um siðferðisstig og lýðræðisvitund forráðamanna þessarar stofnunar. Þetta er atriði sem Ríkisendurskoðun ætti að taka til athugunar. Það getur ekki verið löglegt að nota skattfé á þennan hátt.