Örvitinn

Tveggja þjónn - leikhúsrýni

Þjóðleikhúsið sýnir farsann Tveggja þjónn eftir Richard Bean. Ég sá þetta í kvöld og í kjölfarið hata* ég Richard Bean.

Margir hafa gaman að försum en ég er ekki einn af þeim. Ég hlæ ekki þegar Eggert Þorleifsson dettur niður stiga, ekki einu sinni þegar það gerist í fjórða skipti.

KK lék tónlist milli atriða. Það virtist lítið hafa með leikritið að gera. Guðmundur Pétursson var á gítar og var jafn brosmildur og ég.

Fólk hló og klappaði (óþarflega lengi). Ég veit ekki hvað amar að því fólki. Gyða skemmti sér betur en ég. aðallega vegna þess að henni fannst fyndið hve mikið mér leiddist.

*Æi, ég hata hann ekki í alvörunni. Ég vona bara að hann sé hættur að skrifa leikrit.

leikhús
Athugasemdir

Kristinn - 02/11/12 16:47 #

Ég hef farið á nokkra svona farsa í leikhúsi og stekkur sjaldnast bros yfir þeim. Fór meira að segja út í hléi af einum. Horfi mun frekar á allskyns drama og tilraunir.

Eitthvað grín með Ladda að detta eða óvart að koma sér í klúrar stellingar finnst mér varla boðlegt fullorðnu fólki. En það er nú samt til fullt af fólki sem hefur gaman að þessu.

Matti - 03/11/12 15:02 #

Já, ég er hræddur um að maður verði að sætta sig við að það hafa ekki allir sama smekk.