Örvitinn

Sóknargjöld og sanngirni

Tómt bílastæði

Þegar þingmenn lýsa yfir áhyggjum af því að ríkið taki hluta af sóknargjöldum og noti í annað en að greiða til trúfélaga hljóta sömu þingmenn að sjá hve ósanngjarnt það er að ríkið tekur öll sóknargjöld þeirra sem standa utan skráðra trúfélaga og notar í "annað".

Samt virðast þessir þingmenn hafa afar litlar áhyggjur af því. Er ekki miklu meira óréttlæti fólgið í því að ég fái notið 0% af þeim sóknargjöldum sem ríkið innheimtir af mér?

Hvað veldur sinnuleysi þingmanna um þetta óréttlæti sem ég og fleiri verða fyrir?

Reyndar eru sóknargjöld ekki innheimt af nokkrum og því er ríkið ekki að taka hluta af þeim og nota í annað, þetta er spuni ríkiskirkjufólks.

kristni pólitík