Örvitinn

Haldið ykkur fast

Jólastríðið er að fara að hefjast. Eins ég sagði frá í fyrra, þá er aðventan alltaf eins. Hið árlega jólastríð ríkiskirkjunnar er fastur liður í jólaundirbúningnum. Hvernig er hægt að fagna meintri fæðingu Frelsarans svokallaða án þess að skjóta á trúleysingja í leiðinni?

Getur einhver t.d. frætt mig um það hvaða erindi þessi grein Bjarna Randvers á á heimasíðu kirkjunnar?

kristni
Athugasemdir

Davíð - 02/12/12 20:58 #

Gleðileg jól og allt það, um að gera að njóta þess sem þetta býður upp á með fjölskyldu og vinum.

Þórður Ingvarsson - 03/12/12 08:33 #

Mér sýnist að öllu að Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakennari, doktorsguðfræðinemi, kvikmyndaáhugamaður og mykjudreifari ætlar að spinna einn magnaðasta samsærisvef sem sést hefur hér á landi fyrr og síðar sem engin flugufótur verður fyrir. Þar mun Guðjón nokkur spila stóra rullu.

Rebekka - 04/12/12 07:54 #

Þú ert sjálfur Guðjón innst í hjarta.

Þórður Ingvarsson - 04/12/12 16:26 #

Öll erum við Guðjón.

Matti - 13/12/12 15:39 #

Jæja, mánuðurinn byrjaði með greinum Guðna og Bjarna í TMM og fréttatilkynningu þeirra í Morgunblaðinu. Svo hófst stríðið um kirkjuferðirnar og nú er allt að verða vitlaust útaf blessuðum jólasveinunum.

Samt hefur brjálaða öfgafólgið lítið gert annað en að bíta í tunguna.