Örvitinn

Kæra kirkjufólk

Gerið mér greiða og lesið umræðurnar við þessar tvær fréttir á DV.is. Lesið þær vandlega. Ekki sleppa neinu því þetta er ykkar verk.

Segið mér svo sjálfskipaðir talsmenn kærleika og umburðarlyndis. Eruð þið stolt? Er markmiðinu með aukinni ásókn í leik- og grunnkóla náð? Er þetta það sem þið vilduð?

Ef svo er óska ég ykkur innilega til hamingju.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Matti - 07/12/12 20:45 #

Það er við hæfi að rifja upp orð séra Arnar Bárðar.

Það hefur alltaf haft kostnað í för með sér að tilheyra minnihlutahópi. Þessi nálgun, „vesalings ég og börnin mín", virkar ekki sannfærandi. Þú verður bara að kyngja því að börnin þín uppgötvi að þau tilheyri minnihlutahópi ef þú hefur valið sjálfum þér og þeim lífsskoðanir minnihlutans. #

Einar Karl - 07/12/12 22:41 #

Um þetta dæmalausa komment séra Arnar skrifaði ég um árið: http://blogg.smugan.is/einarkarl/2010/11/11/%C3%BEu-ver%C3%B0ur-bara-a%C3%B0-kyngja-%C3%BEvi/

Sérann svaraði mér reyndar, en mér finnst svo sem ekki mikið til hans svars koma: http://blogg.smugan.is/einarkarl/2010/11/29/svar-fra-sera-erni-bar%C3%B0i/