Örvitinn

Kæri Guðmundur Andri

Trúleysingjar

Ég legg vinsamlega til að þú prófir að ræða við fólk í "árásargjörnum andtrúarhreyfingum" og hlustir á það sem þetta fólk hefur fram að færa í stað þess að sækja hugmyndir þínar um það frá trúuðum. Það er nefnilega frekar þreytandi þegar pistlahöfundar gera hópi fólks upp (einfaldar, jafnvel barnalegar) skoðanir. "Árásargjarnt andrúarfólk" skilur flest að stundum eru notaðar "líkingar" í trúarritum. Við vitum jafnframt að ekki er allt í trúarritum túlkað sem líking, sumt telja jafnvel "hógværir" trúmenn að hafi í raun og veru átt sér stað. Meira að segja innihalda sumir textar trúarrita slíkar grundvallarhugmyndir að sérfræðingar í trúarbrögðum við Trúarbragða og guðfræðideild Háskóla Íslands telja að fólk geti ekki aðhyllst viss trúarbrögð án þess að samþykkja þær hugmyndir.

Dylgjur um að einhverjir vilji "banna trú" minna óþægilega á hatursáróður fyrrum biskups og margra kollega hans.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Carlos - 10/12/12 18:09 #

Það mætti halda að þú tækir grein Guðmundar Andra sem níðgrein beindri gegn þér.

Matti - 10/12/12 18:11 #

Hvernig er hægt að lesa það úr þessari færslu?

Carlos - 10/12/12 18:39 #

Myndin, Matti, myndin ...

Ég geri ráð fyrir að þú eigir við

"Ég er ekki sammála þeim sem telja að átökin standi milli tvenns konar trúarbragða, það er að segja kristindóms og íslams, eða gyðingdóms og íslams. Það eru nefnilega bókstafstrúarmenn í öllum trúarsamfélögum. Ég er ekki sammála því fólki sem telur að krossferðir miðalda verði senn endurteknar. Né held ég að þetta séu átök Austurs og Vesturs. Fyrir mér eru þessi átök milli nútímalegrar, skynsamlegrar rökhugsunar og óskynsamlegrar og blindrar trúar. Fyrir mér eru þetta átök milli þeirra sem aðhyllast nútímann og þeirra sem eru andvígir nútímanum."

sem Guðmundur Andri segir í greininni sem þú vísar í. Hann hittir þarna naglann á höfuðið, þessi átök og þessar andstæður sjást glögglega hér í Miðevrópu.

Matti - 10/12/12 18:42 #

Nei, ég á við skrif hans um "árásargjarnt andtrúarfólk" sem fattar ekki að öll kraftaverkin í Biblíunni eru bara myndlíkingar. Sjá nánar í grein Óla Gneista á Vantrú. Grein Guðmundar Andra var ekki komin á vefinn í morgun þegar ég skrifaði þetta.

Hjalti Rúnar - 10/12/12 18:46 #

Carlos, heldur þú að höfundar guðspjallanna hafi talið að allar sögurnar af kraftaverkum og yfirnáttúru (englum, meyfæðingunni, illum öndum...) hafi bara verið "líkingamál"? Að þeir hafi ekki trúað þessu?

Carlos - 10/12/12 18:48 #

Tja, mér sýnist þetta vera svona "if the shoe fits" dæmi. Guðmundur lýsir heiminum eins og hann sér hann og beinir ljósinu til hægri eða vinstri eins og honum er lagið.

Ef þú og Óli Gneisti verðið fyrir meintum flísum ... tja þá þið um það. Ber vott um að þið vitið upp á ykkur skömmina.

Matti - 10/12/12 18:49 #

  • Guðmundur Andri hefur áður skrifað um Vantrú
  • Guðmundur Andri er ritstjóri TMM sem var að birta tvær greinar um Vantrú
  • Nei Carlos, við vitum ekki upp á okkur skömnmina.
  • Um hvaða "árásargjarna andtrúarfólk" heldur þú að hann sé að skrifa?

Óli Gneisti Sóleyjarson - 10/12/12 20:13 #

Ef ég á einhverja skömm þá vil ég taka fram að ég er fullkomlega blindur á það.

Carlos - 10/12/12 20:39 #

Blindan hefur ráðið ríkjum þegar menn takast á ... kallast skákblinda. Ég er ekki frá því að Bjarni Randversmálið hafi gert ykkur staurblinda.

Ég ætla ekki að svara fyrir Guðmund Andra. Veit þó að hann sem ritstjóri TMM hefur kosið að láta ritrýna og birta tvær greinar, sem þið fóruð fram á að yrðu birtar. Kannski ekki í TMM en samt. Vildu þið ekki að Bjarni Randver svaraði fyrir glærur sínar? Þarna fenguð þið svör með rentum. Deal with it!

carlos - 10/12/12 20:40 #

Já, úps, auðvitað hafið þið tekið á þessum svörum ... og kallað það einelti að Bjarni gerði grein fyrir sinni hlið.

Þið þolið nátturlega tæplega að menn svari öðru vísi en þið viljið.

Matti - 10/12/12 20:42 #

Já, sniðugt hvernig Bjarni Randver er ávallt tilbúinn að mæta okkur á jafnréttisgrundvelli :-)

Ég er þegar búinn að benda á alvarlegan galla í málflutningi Guðna. Eitthvað virðast ritrýnendur hafa misst af því.