Örvitinn

Kristniboðinn og von mannsins

Kristján Þór Sverrisson er starfsmaður Kristniboðssambandsins. Hann skrifar athugasemd við frétt Eiríks Jónssonar og tekur undir með séra Erni Bárði sem sagði einu sinni að "aumasta trú sem til er, það er trúin á manninn".

Skjáskot af athugasemd

Þessi maður boðar kristni og hefur meðal annars stundað trúboð í Afríku. Eflaust hefur hann frætt fólk um að mannskepnan eigi sér enga von og að áður en kristni kom til sögunnar hafi engum dottið í hug að það gæti verið rangt að drepa, ljúga og stela.

Kristján Þór er einn af fulltrúum kristni á Íslandi.

kristni
Athugasemdir

Tinna Gígja - 20/12/12 23:23 #

Hann er að grínast. Hann er að grínast. Hann er að grínast. Hann hlýtur að vera að grínast. Hohoho.

Ég neita að trúa því að hann trúi þessu í alvörunni. Ég hef ákveðið að svona fólk sé ekki illa innrætt, heldur er það bara með lélegan húmor. Þetta er allt bara djók sem við föttum ekki. Ég ætla héðan í frá að hlæja dátt að öllu svona og vona að viðkomandi gangist þá við gríninu.

Magnús - 01/01/13 09:26 #

Þú hefur akkúrat enga hugmynd um hvað Kristján Þór hefur innt af störfum í Afríku.

Matti - 01/01/13 11:27 #

Það er nú ekki alveg rétt, ég hef dálitla hugmynd um það. Þar hefur hann stundað trúboð, ekki satt? Restin af ályktun minni (eftir orðið eflaust) er nú bara dregin af skrifum hans sem ég dreg fram í færslunni.