Örvitinn

Fræðslugildi kirkjuferða

Prestur að biðja

Ein ástæða sem gefin er fyrir jólakirkjuheimsóknum leik- og grunnskólabarna er fræðslugildið. Börnin fara í kirkjuna til að læra um siði kristinna og ástæðuna fyrir því að kristnir halda jól.

Megintilgangur heimsóknanna er að fræðast um kirkjuna, jólin og boðskap þeirra og þýðingu í samfélaginu. *

Ég er að spá. Er virkilega ástæða til að börn fræðist um þetta í kirkjunni hver einustu jól frá því þau byrja í leikskóla þar til þau klára grunnskóla? Er orðið yfir það ekki stagl? Eru blessuð börnin ekki löngu búin að ná þessu?

Þar að auki er örugglega fjallað um þetta í leik- og grunnskólunum sjálfum, t.d. í kristinfræði.

Er ekki nóg, upp á fræðslugildið að gera, að börnin fari einu sinni í vettvangsferð - t.d. í tíunda bekk?

*Úr bréfi skólastjóra grunnskóla í Reykjavík til foreldra.

kristni
Athugasemdir

Þórhallur "Laddi" Helgason - 18/12/12 08:56 #

Sé ekki betur en að þetta sé Valgeir í Seljakirkju og geri eiginlega ráð fyrir að skólinn sem um ræðir sé Ölduselsskóli. Var þar sjálfur nánast allan minn grunnskólaferil og var einmitt einn af þeim sem þögðu í hljóði þegar við vorum dregin í kirkju fyrir jólin. Það hafa alltaf verið óvenju sterk tengsl á milli skólans og kirkjunnar í hverfinu, því miður...

Matti - 18/12/12 09:46 #

Þetta er Valgeir í Seljakirkju. Myndina tók ég í kirkjuferð leikskóla yngri dætra minna jólin 2005.

Siggi Óla - 18/12/12 13:10 #

Sérann er greinilega mjög einbeittur í "fræðslu" sinni.

Þórhallur "Laddi" Helgason - 18/12/12 19:31 #

"Fræðslan" var ekki fræðsla þegar ég var dregin þangað í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og er væntanlega ekki heldur fræðsla í dag...