Örvitinn

Fylgifiskar trúleysis

Brot úr grein eftir Ómar Sigurðsson skipstjóra sem birtist í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag.

Ég held að allt kristið fólk á Íslandi hafi orðið vart við að fylgifiskar trúleysis hafa farið vaxandi í okkar litla samfélagi. Óheiðarleiki, trúnaðarbrestir, og lausung sækir á okkar þjóð í vaxandi mæli og trúfræðsla á undir högg að sækja, um þessar mundir. Ekki má lengur hafa Faðirvorið fyrir börnum, eða biðja fyrir þeim, og annað eftir því. Það sem gerir kristnum mönnum erfitt fyrir að bregðast við er innbyggt í okkar trú, en það er umburðarlyndið. Við megum samt ekki vera svo umburðarlynd að samþykkja að trúleysi sé haldið að börnum okkar og barnabörnum. Ef við látum það eftir trúleysingjunum, þá fer fyrir okkur eins og Rómaveldinu, sukk og svínarí tortímir okkur. Ég er hinsvegar ekki að segja að þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð megi það ekki, síður en svo. En hvernig bregðumst við við þessari ógn?

Já, það sem helst hefur háð kristnum í gegnum tíðina er einmitt umburðarlyndið!

Ómar Sigurðsson skipstjóri er einn af fulltrúum kristni á Íslandi.

kristni
Athugasemdir

Kristinn - 23/12/12 17:29 #

Fór ekki Rómarveldi á hausinn eftir að þeir tóku upp kristni ??

Laddi - 23/12/12 22:16 #

Silly git (eins og tjallinn myndi segja)...