Örvitinn

Hundamatur kirkjunnar

Í kjölfarið á umræðu um fyrirhugaða söfnun ríkiskirkjunnar fyrir tækjakaupum á Landspítala, þrátt fyrir að ríkið hafi sett 600 milljónir í tækjakaup í nýjustu fjárlögum og þar með leyst helsta vandann, fór ég að spá.

Er ekki lausnin á fjárhagsvanda kirkjunnar fundin? Eins og flestir vita kvartar kirkjan mikið undan niðurskurði og fjárhagsvanda á sama tíma og hún stærir sig af því að njóta stuðnings meirihluta landsmanna.

Í hugbúnaðargeiranum er stundum talað um að borða eigin hundamat, þ.e.a.s. fyrirtæki eiga að reyna að nota vörurnar sem þau selja. Hvernig væri að kirkjan borði eigin hundamat og safni fé handa kirkjunni sjálfri?

Ég legg til að kirkjan fresti söfnun til tækjakaupa fyrir LSH, enda mun spítalinn hafa 600 milljónir í það, og fari í staðin af stað með söfnun til styrkar sjálfri sér, til að laga lek kirkjuþök, hækka laun starfsmanna eða fjölga þeim og setja meiri kraft í barnatrúboð (þó ég vilji helst að hún hætti barnatrúboði alfarið).

Fáið kirkjugesti og landsmenn alla til að sýna hug sinn í verki og styðja kirkjuna fjárhagslega.

Í kjölfarið getur kirkjan farið að innheimta sjálf félagsgöld af meðlimum í stað þess að þiggja greiðslur úr ríkissjóði.

kristni
Athugasemdir

Arnar Þór Guðmundsson - 05/01/13 17:50 #

Eða eins og bennt hefur verið á af formanni ónefnds gólfklúbbs, að ef kirkjan er óánægð með sóknargjöldin. Væri ekki bara upplagt að kirkjan tæki sjálf yfir innheimtu af þessum gjöldum og gætu þá stjórnað upphæðinni sjálf.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)