Örvitinn

Icesave niðurstaðan

Kyrrð og ró

Þetta er frábær niðurstaða en skelfileg lexía. Líkt og þegar einhver setur alla peningana sína í lottó og vinnur svo stóra vinninginn.

Þeir sem segja í kjölfar niðurstöðunnar að þetta hafi ekki verið áhætta skilja ekki áhættu. Þó einhver spái rétt þýðir það ekki að hann hafi spádómsgáfu.

Ég er afskaplega feginn að þetta endaði vel.

Icesave
Athugasemdir

Matti - 28/01/13 16:35 #

Þrjú ólík blogg:

Ég er ekki sammála því fyrsta, finnst afskaplega vafasamt af Ragnari að fullyrða að augljóst hafi verið að dómsmál myndi enda svona. Það var það alls ekki og niðurstaðan kom mörgum, leikmönnum sem lærðum, á óvart.

Ég tek ekki heldur undir með Agnari, ég sé ekki að hann (eða ég) hafi haft rangt fyrir sér. Ég mat þetta allan tímann út frá líkum og áhættu, fullyrti aldrei að við gætum ekki unnið málið - en að það væri ekki líklegt (sem það var ekki) og að tap yrði rosalega dýrt.

Tek undir flest sem Sigurður segir í sínu bloggi.

Haukur Þ. - 29/01/13 23:37 #

Já, það er nú það. Ég kaus 'já' í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni. Nú er komið í ljós að hinn valkosturinn reyndist betur en sá sem ég valdi hefði gert. Það er ef til vill ekki óræk sönnun þess að ég hafi haft rangt fyrir mér því að við getum metið ákvörðunina út frá óvissu málsins og út frá þeim gögnum sem lágu fyrir á þeim tíma. En ég held samt að ég verði að líta í eigin barm og skilja þessa niðurstöðu að minnsta kosti sem sterka vísbendingu um að ég hafi haft rangt fyrir mér. Ég þarf að gera svolítið "Bayesian updating".

Íslendingar reyndust býsna þrjóskir í málinu, kannski jafnvel óbilgjarnir, en enduðu á að fá sitt fram. Það borgar sig ekki alltaf að vera óbilgjarn (það væri vond lexía að læra, eins og Matti segir) en það borgar sig stundum. Og munum það líka að gagnaðilarnir í málinu voru ekki síður óbilgjarnir. Þeir beittu hótunum og þvingunum til að reyna að knýja fram greiðslu sem á endanum reynist ekki vera lagalegur grundvöllur fyrir. Þeir neituðu að láta skera úr um málið fyrir dómi og það var ekki fyrr en þeir misstu stjórn á atburðarásinni að málið fór í þann farveg.

Sveinn - 01/02/13 06:30 #

Góð ákvörðun getur haft slæma niðurstöðu, og röng ákvörðun getur haft góða niðustöðu.

Því miður eru alveg ótrúlega margir eftiráspekingar sem gera sér það ekki ljóst.

Regin - 27/02/13 10:37 #

Falleg mynd




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)