Örvitinn

Mið-Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum

Við hjónin fórum, ásamt vinnufélögum mínum í TrackWell og mökum, á uppistand með Mið Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudag. Byrjuðum í fordrykk í heimahúsi, fórum út að borða á Frú Berglaug og svo á sýningu klukkan ellefu.

Við skemmtum okkur alveg óskaplega vel, ég hló eins og vitlaus maður alla sýninguna. Uppistandararnir og kynnir voru alveg með þetta, dönsuðu á brúninni, voru skemmtilega grófir og náðu upp mjög góðri stemmingu. Gyðu fannst Ari Eldjárn bestur en mér þóttu þeir allir mjög góðir, get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra.

Ég mæli afskaplega mikið með þessu uppistandi. Það er svo gott að ég og Gyða erum búin að ákveða að reyna að fara oftar á uppistand í framtíðinni.

menning
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)