Örvitinn

Vannærðu kristni hatursamtökin

Má leiða líkur að því að athugasemdir eins og þessar sem birtust á DV.is séu undir áhrifum gamla biskupsins? Væri ekki fróðlegt fyrir (alvöru) fræðimenn að skoða hvernig skrifað og rætt hefur verið um trúleysingja á Íslandi síðustu hundrað árin eða svo? Ég held þetta gæti verið fínn efniviður í MA verkefni hjá einhverjum í hugvísindadeild.

kristni_hatursamtokin.png

vannaering.png

Það eru fleiri merkilegar athugasemdir þarna. Furðulegt hvað fljótt margir draga hatur inn í umræðuna.

aðdáendur
Athugasemdir

Halldór Elías - 02/04/13 18:26 #

Gaman að nefna að ég stefni á doktorsrannsókn í guðfræði þar sem ég hyggst skoða í sögulegu ljósi og með tilliti til meiri-/minnihlutastöðu kirkjunnar áhersluna á þann minnsta/hina.

Getur meirihlutakirkja staðið með þeim sem minna mega sín/eru í minnihluta er ein af spurningunum sem mig langar að skoða.

Sum okkar í kirkjunni erum meðvituð um stöðu okkar sem þjóðkirkju og þau vandamál sem sú staða skapar.

Hjalti Rúnar - 02/04/13 18:30 #

Þess má til gamans geta að Steindór er kirkjuþingsfulltrúi, þannig að hann er hátt settur innan Þjóðkirkjunnar.

Matti - 04/04/13 10:07 #

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu Halldór. Mér fannst mjög fróðlegt að sjá hvað umræðan hefur breyst lítið í raun á síðustu 50 árum. Tal kirkjufólks um áhugaleysi ungmenna, samkeppni við afþreyingu og afgreiðslan á gagnrýnendum er í raun alveg sú sama í dag og um miðbik síðustu aldar.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)