Nútíma guðfræði
Tilgáta: Nútíma guðfræði er (póstmódernísk) froða sem gengur nær eingöngu út á að flækja einfaldar umræður og skýr hugtök til að viðhalda forréttindum tiltekinna hagsmunahópa. Ef svarið blasir við og hentar ekki er lausn guðfræðinnar alltaf sú sama: að flækja málið.
Rökstuðningur: Grein Sigríðar Guðmarsdóttur um þjóðkirkjuhugtakið og skoðanakönnun DV.
Þar næst sundurliðun á svörum við spurningunni hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að á Íslandi sé þjóðkirkja? á vefnum http://x13.gogn.in/. Skoðið textann sem margir hafa skrifað til að gera grein fyrir svari sínu. Veltið fyrir ykkur hvernig Sigríður kemst að þeirri niðurstöðu að fólk hafi hugsanlega verið að svara allt öðru en spurt var um.
Ræðið.
Kristjans - 18/04/13 22:20 #
Ég er hrifinn af þessari tilgátu þinni Matti.
Prestar minna mig oft á stjórnmálamenn, hvorki svara né varpa ljósi á það sem er spurt er um.
Eitt sem ég velti fyrir mér í tenglsum við þetta, hvenær verður aðskilnaður ríkis og kirkju að kosningamáli? Ætli fólk geri sér almennt grein fyrir hvað ríkið leggur kirkjunni mikið fé á ári hverju? Væri fróðlegt að taka það saman og sýna hvað hægt væri að gera við þá fjármuni.