Örvitinn

Af orðljótum drullusokkum

steinar

Einu sinni skrifaði Stefán Einar Stefánsson guðfræðingur um mig:

„Matthías er einhver orðljótasti maðurinn sem fer um netheima og talar með þeim hætti til fólks að margir standa orðlausir eftir. Hið sama á við um marga af félögum hans.“

Áður hafði Stefán Einar m.a. kallað mig "óværu" og "plágu" og gefið í skyn að ég væri ekki hæfur uppalandi. Því miður eru sum skrifin horfin af netinu þar sem Stefán hefur verið duglegur að fjarlægja netskrif sín í gegnum tíðina.

Í dag birtust fréttir af því að Stefán hefði skrifað eftirfarandi um Atla Gíslasonar fráfarandi þingmann VG.

„Hann er hreinræktaður drullusokkur og ég ber nákvæmlega enga virðingu fyrir honum.“

Stefán fjarlægði ummælin síðar.

Ég ætla ekki að skamma Stefán fyrir að tjá sig dálítið "hressilega". Ég skil hann ágætlega. Stundum finnst fólki að einhver hafi komið verulega illa fram við það. Stefán Einar telur svo í þetta skipti og ég hef stundum "lent í" því að tjá mig á sambærilegan hátt um fólk sem ég ber litla eða enga virðingu fyrir vegna einhvers sem það hefur gert. Til dæmis þegar það hefur líkt mér og fjölmörgum trúleysingjum við siðleysingja í fjölmiðlum eða stuðlað að einelti gegn börnum mínum í leikskóla. Þá hef ég jafnvel kallað þetta fólk eitthvað í ætt við drullusokka.

Orð Stefán Einars vekja athygli vegna þess að hann var einu sinni formaður VR og hefur verið þekktur sem viðskiptasiðfræðingur þó hann sé fyrst og fremst guðfræðingur og ríkiskirkjumaður. Það er ekki endilega sanngjarnt að dæma orð Stefáns út frá því, hann er ekkert merkilegri en annað fólk þó honum finnist það örugglega.

Stundum er allt í lagi að tala hreint út, jafnvel æskilegt. Atli Gíslason skaðast ekkert þó Stefán Einar telji hann hreinræktaðan drullusokk og orði þá skoðun. Sennilega hefur orðspor Atla batnað við þessa álitsgjöf Stefáns. Satt best að segja er kurteisiskrafan mjög oft tæki þeirra sem eru í valdastöðu til að hafa bönd á þeim sem lítil eða engin völd hafa. Það er auðvelt að vera alltaf kurteis ef maður fær allt sem maður vill. Það er líka hægt að segja margt afskaplega ljótt og rætið um fólk án þess að nota dónaleg orð. Spyrjið bara ríkiskirkjupresta, þeir eru sumir sérfræðingar í því.

Ég ætla ekki að tjá mig frekar um Stefán Einar enda hikar hann ekki við að siga lögmönnum á fólk en vitna í orð sem eiga vel við. „Hann er hreinræktaður drullusokkur og ég ber nákvæmlega enga virðingu fyrir honum.“

Þess má geta að Stefán Einar er einn af "fylgismönnum" Bjarna Randvers Sigurvinssonar doktorsnema í guðfræði við Háskóla Íslands. Ég ætla ekki að nota orð Stefáns gegn Bjarna Randver enda væri það gjörsamlega glórulaust!

Ýmislegt
Athugasemdir

Haukur Kristinsson - 29/04/13 21:23 #

Slysaðist inn á fund hér norður á Húsavík fyrir nokkrum árum, þar sem félagarnir Stefán Einar og Vilhjálmur Bjarnason héldu erindi. Stefán bullaði eitthvað um viðskipta ethics og vitnaði óspart í Aristotelis og gott ef ekki Sókrates. Að erindi loknu fór hann að segja brandara um sápugerð Þjóðverja úr Gyðingum og þóttis vera fyndin. Það sama hafði hann gert kvöldið áður á Akureyri. Ergo, siðlaus Valhallar monthani og fífl.

Matti - 29/04/13 21:29 #

Ég hef heyrt margar sögur af Stefáni en treysti mér ekki til að hafa þær eftir.

Í skrítinni umræðu á Facebook virðist Jóhann Ingi telja að ég sé þeirrar skoðunar að fólk megi ekki svara fyrir sig! Auðvitað finnst mér fólk hafa rétt á að svara dónaskap málefnalega eða með dónaskap ef það kýs að gera - ég veit ekki hvernig er hægt að lesa annað úr skrifum mínum.

Ég er heldur ekki að halda því fram að fólk eigi endilega að vera dónalegt. Ég er bara að segja að það sé ekki jafn hræðilegt og sumir virðast halda.

Það er kannski vert að taka fram að ég geri einnig greinarmun á dónaskap og meiðyrðum eða rógburði.

Matti - 29/04/13 21:32 #

Því miður vantar stöku færslur/skrif á vefsafnið, sérstaklega úr eldri bloggum Stefáns.

ellioman - 29/04/13 21:40 #

Ahh skil þig. Geri þá ráð fyrir að færslurnar vanti einnig á archive.org. Ó well, það mátti reyna.

Matti - 29/04/13 21:54 #

Það er samt ýmislegt skemmtilegt þarna, eins og t.d.

"Þráinn Bertelsson ætti að þvo á sér munninn með sápu,..."

Ég mæli alveg með því að fólk fletti í gegnum þetta blogg Stefáns á vefsafninu og sjái hvað gaurinn var (og er eflaust enn) hrikalega hrokafullur.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)