Örvitinn

Próflok

glósur

Kláraði seinna próf annarinnar í dag og er þá búinn með um 2/3 af meistaranámi í tölvunarfræði sem ég stunda með vinnu þessi misseri. Fer á hálfum hraða í gegnum námið, klára 90 einingar á þremur árum í stað eins og hálfs.

Hef tekið þessi námskeið síðustu tvo vetur:

Næsta vetur tek ég eitt námskeið á haustönn og málstofu auk 30 eininga lokaverkefnis á vorönn.

Þetta er búið að vera skemmtilegt og fróðlegt - ég hef lært heilan helling. Þetta er einnig búið að vera ansi strembið enda hef ég verið í fullri vinnu, hef tekið frídaga í kringum prófin. Námið hefur gengið vel hingað til. Ég veit ekki með próf dagsins, ég var ekki í stuði.

Ætli maður láti þetta svo ekki bara gott heita eftir næst vetur.

dagbók
Athugasemdir

Óli Gneisti - 08/05/13 07:10 #

Þú stoppar ekki fyrren þú ert kominn með tvö doktorspróf.

Matti - 08/05/13 10:17 #

Er ekki viðmiðið a.m.k. þrjár meistaragráður?

Óli Gneisti - 09/05/13 15:35 #

Ég er reyndar bara með tvær en kannski ætti ég að fara að kynna mig sem Óla M.A. M.A.

Matti - 17/05/13 09:25 #

Ritskoðaði sjálfan mig óvart þegar ég var að eyða rusl-athugasemdum.

Var semsagt að monta mig af því að hafa fengið 10 í báðum kúrsum annarinnar. Uppskera vetrarins eru 30 einingar og 9.7 í meðaleinkunn.

Er greinilega mjög slakur í að meta eigin árangur í prófum.

Kristín í París - 17/05/13 19:29 #

Glæsilegt. Ég tók námið líka í rólegheitum og var sérlega lengi með lokaverkefnið. Hvílíkt kúl að hafa klárað! Gangi þér vel.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)