Örvitinn

Ráðning Halls Magnússonar

Hallur Magnússon heimtar afsökunarbeiðni frá Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð en í skýrslu nefndarinnar var ranglega gefið í skyn að staða Halls hefði ekki verið auglýst þegar hann var ráðinn til Íbúðaránasjóðs 1999.

Einnig vekur athygli að Hallur Magnússon, sem á þeim tíma hafði lengi verið starfandi í Framsóknarflokknum, var ráðinn til stofnunarinnar, fyrst sem yfirmaður gæða- og markaðsmála en síðar sem yfirmaður þróunar- og almannatengslasviðs og að lokum sem sviðsstjóri þróunarsviðs. Ekki fæst séð að umrædd staða hafi verið auglýst er Hallur var fyrst ráðinn árið 1999. [6.5.2.2 Ráðningar hjá Íbúðalánasjóði]

Hið rétta er að starfið var auglýst í Morgunblaðinu 6. janúar 1999 og það er afskaplega aulalegt hjá skýrsluhöfundum að staðfesta það ekki með einfaldri leit. Samkvæmt auglýsingunni var umsóknarfrestur til 20. júni.

Hallur Magnússon

Þann 1. júlí 1999, 10 dögum eftir að umsóknarfrestur rann út, kom Frjáls verslun í búðir og þar var viðtal við Hall Magnússon, yfirmann gæða og markaðsmála hjá Íbúðarlánasjóði.

Ég veit ekki hvort ráðning Halls Magnússonar var óeðlileg, kannski var hann einfaldlega hæfasti umsækjandinn og ódrengilegt að nota það gegn honum að hann hafði áður starfað fyrir Framsóknarflokkinn sem hafði töglin og hagldirnar í Íbúðarlánasjóði. Ráðnings Halls virðist hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, hann gat greinilega hafið störf með engum fyrirvara og verið snöggur að koma sér inn í starfið miðað við þessar dagsetningar.

Ég reyndi að spyrja Hall út í þessar dagsetningar í athugasemd á dv.is en hann svaraði ekki, eflaust sá hann ekki spurningu mína. Ég veit því ekki hvenær hann hóf störf. Svo má vera að Frjáls verslun hafi ekki komið út 1. júlí og upplýsingarnar á tímarit.is séu rangar. Hallur hamrar svo á því að Gallup hafi séð um ráðningarferlið. Ég veit það er tittlingaskítur en það var Ráðgarður sem sá um það. Gallup og Ráðgarður sameinuðust ári síðar.

pólitík
Athugasemdir

Halldór Elías - 09/07/13 16:07 #

Ég get ekki betur séð en að Frjálsrar Verslunarblaðið 7. tbl. 1999 hafi komið út í lok ágúst, eftir að Tekjublaðið kom út það ár. Enda er í grein í ofangreindu blaði fjallað um gögn úr tekjublaðinu.

Eins er umfjöllun um fyrirtæki sem flutti í byrjun ágúst og í viðtalinu við Hall er vísað í breytingar á húsnæðislögum frá 20. ágúst 1999.

Dagsetningin á timarit.is virðist einfaldlega röng.

Matti - 09/07/13 16:11 #

Sko! Þar kom skýringin. Takk fyrir.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)