Örvitinn

Frelsi til að trúa

En fólk hefur frelsi til að trúa, þó svo að það fari í taugarnar á trúleysingjum... #

Ég held að trúleysingjar séu nær alltaf talsmenn trúfrelsis. Hef aldrei hitt trúleysingja sem lætur það fara í taugarnar á sér að fólk trúi eða hafi frelsi til þess. Þetta er samt afskaplega algengur misskilngur. Frelsi til að trúa jafngildir þó ekki frelsi til að gera hvað sem er í nafni trúar. Því ruglar fólk stundum saman.

efahyggja
Athugasemdir

Óli Gneisti - 10/07/13 14:10 #

Skilst ruglingurinn ekki um að þó fólk hafi frelsi til að trúa þá eigi aðrir áfram frelsi til þess að gagnrýna trúarskoðanir. Svona eins og stjórnmálafrelsi snýst ekki um að fólk megi ekki gagnrýna stjórnmálaskoðanir annarra.

Matti - 11/07/13 11:43 #

Skýtur það ekki skökku við, Helgi Briem, að Vantrú styðji mosku. Er kristnihatur Vantrúarmanna þá aðeins sjálfshatur, og stuðningur við önnur trúarbrögð meðal til að auka það hatur. Vantrúarmenn eru fullir af hatri. Kannski heillar Öfgaíslam þá?

Skrifar Vilhjálmur í athugasemd við eigin bloggfærslu. Maðurinn er galinn.

ArnarG - 11/07/13 15:49 #

Myndi það þjóna einhverjum tilgangi að biðja Vilhjálm um að útskýra eitthvað þessa yfirlýsingu hans?

Baldvin - 11/07/13 15:56 #

Nei, það hefur ekkert upp á sig, held ég. Vilhjálmur virðist vera einn þeirra fjölmörgu sem þekkja félagið Vantrú miklu betur en félagsmenn þess...

Dabbi - 11/07/13 16:29 #

Frændi minn er í Vantrú. Hann er síðhærður.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)