Örvitinn

Djúpið og Deildu - þjónustuvandamál

Sólsetur, ský og sjór
Gabe Newell stofnandi tölvuleikjafyrirtækisins Valve er þeirrar skoðunar að ólöglegt niðurhal sé fyrst og fremst þjónustuvandamál.

In general, we think there is a fundamental misconception about piracy. Piracy is almost always a service problem and not a pricing problem. For example, if a pirate offers a product anywhere in the world, 24 x 7, purchasable from the convenience of your personal computer, and the legal provider says the product is region-locked, will come to your country 3 months after the US release, and can only be purchased at a brick and mortar store, then the pirate's service is more valuable. #

Fólk er að sækja afrit af bíómyndinni Djúpið með torrent skrá sem dreift er á deildu.net og hafa meira en 5000 aðilar sótt afrit. Sumir vilja líkja þessu við þjófnað á vöru úr búð og reikna tap aðstandenda myndarinnar eins og þeir hafi glatað fimm þúsund DVD diskum.

Á sama tíma sé ég ekki að það sé mögulegt að kaupa myndina nokkurs staðar. Á einni síðu er DVD útgáfa myndarinnar í boði á 3.990,- krónur en uppseld eins og er (væntanlega ekki komin í sölu). Þið fyrirgefið, en 3.990,- krónur er fáránlega hátt verð fyrir DVD útgáfu af kvikmynd. Ég myndi hugsanlega borga þessa upphæð fyrir BlueRay útgáfu í fullum gæðum með aukaefni. Myndin er ekki í boði í Leigunni.

Eina leiðin fyrir mig að sjá þessa mynd í kvöld væri að sækja torrent skrána á deildu.net og hlaða myndinni niður í bútum frá öðrum notendum. Það tæki mig 2-3 mínútur! Hafið ekki áhyggjur, ég ætla að bíða eftir að myndin komi á Leiguna eða verði sýnd í Ríkissjónvarpinu.

Þetta er augljóslega þjónustuvandamál og ef höfundarréttahafar átta sig ekki á því og halda áfram að berjast gegn neytendum, hvort sem það snýst um læsingar á bókum, markaðshindrunum (t.d. Netflix) eða eltingarleikjum við þá sem hlaða niður efni munu þeir tapa þessum slag.

menning tækni
Athugasemdir

Erna Magnúsdóttir - 10/08/13 00:38 #

Fyrir ári síðan bjó ég í Bretlandi og var eiginlega pínu hneyksluð á öllu þessu niðurhali hjá Íslandingum, en var sjálf með áskrift að Lovefilm og Netflix þar sem ég gat horft á það sem mig langaði þegar mig langaði.

Ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna það að ég hleð nú niður öllu því sem ég horfi á í gegnum torrentsíður. Einfaldlega af því að ég hef ekki annað aðgengi, ég hef hvergi tækifæri til að borga fyrir það sem ég vil horfa á.

Svo er annað, netfyrirtækin hér gætu auðveldlega stöðvað allt niðurhal ef þau vildu. Virgin Media gerði það úti í UK. Piratebay og aðrar torrentsíður voru lokaðar af hendi Virgin svo ég komst ekki inn að sækja torrent skrár.

Þjónustuaðilarnir hér á Íslandi eru nefnilega að græða mun meira pr. gigabyte af "ólöglegu" niðurhali en það myndi kosta mann með meðalnotkun að borga fyrir Netflix í UK eða USA og myndu stórtapa á því ef við myndum hætta að hlaða niður myndum. Ég hef samt aldrei séð neinn taka það með í þessari umræðu.

ArnarG - 10/08/13 09:19 #

Það er líka eitt í þessu. Að minnsta kosti tala ég þar fyrir sjálfan mig hvað það varðar. En það er að ef ég fæ efni með þessum hætti (hlaðið niður af einhverjum síðum) og þetta er efni sem ég hef gaman og jafnvel "fíla". Þá kaupi ég það, líkt og Game og Thrones osfrv.

Þetta getur því líka virkað hvetjandi til að kaupa.

Matti - 10/08/13 10:49 #

Reyndar er bara innanlandsnetnotkun þegar fólk notar Deildu því það er takmarkað við innlendar ip-tölur. Netþjónustufyrirtækin græða því ekkert á því. En þau myndu græða á Netflix og álíka þjónustum - og svo auðvitað þegar fólk notar erlendar torrent síður.

Það er hægt að gera ýmislegt til að blokkera torrent síðurnar en mjög erfitt að stoppa alveg. Það er alltaf hægt að komast hjá svona blokkeringum. Yfirleitt er það gert með því að blokkera DNS, þ.a. ekki sé hægt að fletta domain nafni upp. Þá er nóg að vita ip-töluna. Ef blokkerað er á hana er nóg að hafa aðgang að einhverjum VPN þjóni - og þá er hægt að setja upp með lítilli fyrirhöfn í dag.

ps - 10/08/13 14:28 #

Ekki heldur til í VODi Símans.

En ég fann Djúpið til sölu á iTunes fyrir $15 . Þaðan kemur torrent skráin svo væntanlega, þar sem hún er skráð webrip.

Dreifingaraðilar Baltasars á Íslandi eru greinilega með brækurnar niðrum sig, þar sem dreifingaraðili myndarinnar í USA virðist hafa sett hana í sölu gegnum iTunes (mögulega fleiri veitur) í júní.

Djúpið var frumsýnt þann 21. september 2012. Í nærri því ár hefur hún hvergi verið aðgengileg á Íslandi.

Hanna - 10/08/13 15:11 #

Ég horfi á alla nýjustu þættina á erlendum torrent síðum og skammast mín ekkert fyrir. Væri alveg til í að vera í áskrift hjá einhverju fyrirtæki og greiða fyrir áhorfið en það er bara ekki í boði. Eftir nokkur ár verður ALLT sjónvarps- og kvikmyndaefni aðgengilegt á netinu og ef íslenskir þátta- og kvikmyndaframleiðendur ætlar sér að komast úr fornaldarhugsunarhættinum, þá eiga þeir bara að opna áskriftarsíðu með íslensku efni. Það eru aðallega auglýsendur sem eru brjálaðir yfir þessu.

Matti - 12/08/13 09:59 #

Guðmundur Andri Thorson sýnir í grein dagsins í Fréttablaðinu að hann er annað hvort ekki læs eða ekki heiðarlegur. Eitt þarf þó ekki að útiloka annað.

Þórhallur "Laddi" Helgason - 12/08/13 13:52 #

Svarið frá Venna Páer er eiginlega magnað... :)

Matti - 12/08/13 15:31 #

Hvað ætli Baltasar hefði fengið mikið í kassann ef hann hefði auglýst reikningsnúmer?




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)