Örvitinn

Brynjar brennuvargur

Brenna

Brennuvargarnir hafa ráðist með skipulögðum hætti að mikilvægum stofnunum ríkisins, svo sem eins og lögreglu, dómstólum, þjóðkirkjunni og Háskóla Íslands, jafnvel í búningi mannréttinda og lýðræðis, þótt hinn ofstækisfulli pólitíski raunveruleiki blasi við. #

Skrifar Brynjar Níelsson.

Hvað með RÚV? Er í góðu lagi að "ráðast með skipulögðum hætti að" (mikilvægum) stofnunum ef það eru Brynjar og vinir hans sem gera það?

ps. Skemmtilegt að Brynjar heldur því fram að Þjóðkirkjan sé "mikilvæg stofnun ríkisins" því hann er nýbúinn að halda því fram að hún sé "ekki ríkisrekin"?

pólitík
Athugasemdir

Haukur Kristinsson - 02/09/13 17:02 #

Að löggan, þjóðkirkjan og dómstólar væru vígi Afturhaldsins, það vissi ég. Mér var hinsvegar ekki ljóst að HÍ væri það, og það mun heldur ekki vera. Sumir vilja kalla Brynjar arftaka Vigdísar Hauks,en mér finnst hann frekar vera arftaka Árna Johnssens, fáfróður og hlægilegur.

Matti - 02/09/13 17:55 #

Ég átta mig ekki á Brynjari. Er hann bara svona stríðinn? Getur verið að þetta sé málflutningur sem almennt telst vandaður meðal lögmanna (hann var jú formaður lögmannafélags Íslands). Er hann að reyna að ganga í augun á réttu fólki?

Svo er líka mögulegt að hann sé einfaldlega jafn fáfróður og halda mætti.

Björn Darri - 04/09/13 20:11 #

Ætli Brynjar höfði ekki til FOX markhópsins, hann virðist a.m.k, viljandi eða óviljandi, hrökklast í einhverskonar O'Reilly karakter þegar hann þarf að verja hugsjónirnar opinberlega.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)