Örvitinn

Apple Keychain, iCloud og Ísland

Apple dreifði í gær nýjustu útgáfu af OS X stýrkikerfinu. Stýrikerfið er ókeypis og hægt að uppfæra gegnum App store.

Ég uppfærði ferðatölvuna mína í gær enda lifi ég á brúninni! Uppfærslan gekk vel, síðasta mínútan var reyndar frekar lengi að líða en allt kláraðist að lokum. Þegar átti að tengja Keychain við iCloud kom babb í bátinn. Síðasta skrefið í ferlinu fólst í að skrá símanúmer sem notað yrði til staðfestingar þegar nýjum tækjum er bætt við. Þá blasti þessi listi af löndum við. Á milli Írlands og Albaníu er ekkert Ísland.

Skjámynd af uppsetningu

Eina leiðin framhjá þessu var að bakka og hætta við að tengja Keychain við iCloud.

Þegar Apple kynnti fyrir nokkrum árum útbreiðslu iPhone símans sem þá átti að fara að selja í fleiri löndum en Bandaríkjunum birtu þeir heimskort. Á miðju kortinu var bara haf þar sem Grænland og Ísland áttu að vera. Spurning hvort það sé ekki tímabært að koma Íslandi almennilega á eplakortið.

Það er ekkert mál að skrá íslenskt símanúmer í sama tilgangi hjá Google.

tölvuvesen
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)