Örvitinn

Til hamingju með Hönnu Birnu

Ég óska "hófsama" ríkiskirkjufólkinu til hamingju með Hönnu Birnu og þá sem styðja hana í þessu máli. Þetta er ykkar fólk, þið eigið það skuldlaust.

Baráttan fyrir trúboði í skólum skilar sér í þessu. Þið hafið verið svo upptekin við að andmæla "öfgafólkinu" í Vantrú og Siðmennt að þið hafið ekki áttað ykkur á að það er eðlilegt að andmæla trúboði í leik- og grunnskólum. Þið verðið að eiga það við ykkur hvort þið eruð stolt af uppskerunni. Er þetta ykkar framtíðarsýn?

Ég óska "hófsömum" Sjálfstæðismönnum líka til hamingju með að styðja alvöru kristilegan repúblikanaflokk - tepokahreyfingu. Þetta er ykkar fólk.

Vinstri menn skulu samt halda aftur af sér, þið eigið ykkar Ögmund.

ps. Þetta snýst ekkert um kennslu um kristni og önnur trúarbrögð. Í dag fer töluverður tími skólastarfs í að kenna krökkunum um trúarbrögð, fyrst og fremst kristni. Umræðan snýst einungis um það hvort trúfélög eigi að fá að boða trú sína í skólum landsins.

kristni
Athugasemdir

Arnar - 18/11/13 15:40 #

Linkurinn á evrópuvaktina er eitthvað skrítinn, kannsk horfinn þar sem google stingur upp á að ég lesi cachaða útgáfu?

Matti - 18/11/13 15:43 #

Virkar hjá mér, er þetta kannski blokkerað hjá þér?

Arnar - 18/11/13 15:49 #

Hmm.. fæ oops! frá Chrome en ekki tilkynningu frá ritskoðunarapparatinu. En las cachaða eintakið sem Google benti mér á.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)