Örvitinn

Altæka fyrirmyndin Jesú

Örn Bárður prédikar og þá verður maður að vanda sig við að taka engu sem hann segir bókstaflega. Ég veit samt ekki alveg hvernig ég á að túlka þetta.

"Jesús ögraði samtíð sinni og kom stöðugt á óvart. Hann er merkasta persóna mannkynssögunnar og sú eina sem vert er að hafa að altækri fyrirmynd." #

Altækar fyrirmyndir. Fyrirmyndir í einu og öllu - allt sem þær hafa gert er eitthvað sem við eigum að taka mið af.

Hvernig er það með þessa presta, lesa þeir ekki Biblíuna?

Ok, prófum þetta. Ef erlendar konur biðja ykkur um hjálp eigið þið að tala niður til þeirra og líkja við hunda. Ef þið farið í berjamó þó ekki sé berjatíð (t.d. núna) og engin ber eru á lynginu skulið þið brenna lyngið eins og Jesús forðum og ef einhver tekur ekki mark á boðskap ykkar þegar þið prédikið boðskapinn skulið þið hóta að rústa þeim.

Nema ég sé að lesa orðið "altækri" of bókstaflega og það þýði í raun "bara stundum", "þegar það á við" eða eithvað sambærilegt.

Jesús
Athugasemdir

Matti - 19/01/14 17:31 #

Svo verð ég að segja að mér finnst kjánalegt að tala um Jesús sem merkilegustu persónu mannkynssögunnar. Þó Jesús hafi hugsanlega verið til, þá er nokkuð ljóst að frásagnir af honum eru nær allar seinni tíma skáldskapur.

Einar Karl - 19/01/14 23:58 #

Trúið á mig og það sem ég boða. Eða farið til HELVÍTIS.

Þannig mælti merkasta persóna mannkynssögunnar.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)