Örvitinn

Ókeypis allskonar fyrir börn

Handstaða í snjónum

Óvinsæla skoðun örvita dagsins er þessi:

Ég er ekki fylgjandi því að "grunnþjónusta fyrir börn" verði gjaldfrjáls í Reykjavík eins og VG leggur til.

Ég vil að hún sé gjaldfrjáls eða því sem næst fyrir þá sem hafa lágar tekjur en finnst ekki ástæða til að Reykjavíkurborg lækki gjöld sérstaklega á tekjuháar barnafjölskyldur. Mér finnst semsagt að tekjuháar fjölskyldur megi alveg borga dálítið fyrir leikskólaplássið.

Þetta segi ég auðvitað kominn með stálpuð börn, búinn með leikskólastúss og ekki mörg grunnskólaár eftir á heimilinu. Ég borgaði auðvitað leikskólagjöld fyrir stelpurnar á sínum tíma enda með ágætar tekjur og kannski finnst mér bara fúlt að nú eigi ég að borga enn meira fyrir börn fólks sem hefur það fínt.

Ég tel aftur á móti að skólamatur í grunnskólum eigi að vera ókeypis og helst að máltíðum sé bætt við.

pólitík
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)