Örvitinn

Öfgaleysi Brynjars Níelssonar

Þegar oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík lýsti þeirri skoðun sinni, í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna, að kjósa ætti um úthlutun lóðar í Sogamýri til trúfélags múslima, ætlaði allt um koll að keyra. #

Svona byrjar Brynjar Níelsson pistilinn Getum við ekki rætt álitaefni öfgalaust?. Restin af grein hans er svo endursögn á því sem Vantrú hefur áður bent á.

Vandinn við öfgaleysi Brynjars er að í fyrstu setningu bloggfærslunnar skrumskælir hann umræðuna. Yfirlýsing oddvita Framsóknarflokksins sem olli hörðum viðbrögðum var þessi:

Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna #

Tal um skipulagsmál og kosningu um úthlutun lóðar kom síðar og voru langsóttar tilraunir til að réttlæta fyrri orð. Þetta veit Brynjar alveg en af einhverjum ástæðum vill hann þvæla umræðuna. Það virðist hans stíll.

Brynjar Níelsson er sennilega sammála Sveinbjörgu í flestu sem varðar trúmál. Þess vegna kemur hann fram núna. Svo má vera að Brynjari hafi ekki fengið nógu mikla athygli undanfarið enda var hann mættur í morgunútvarp Bylgunnar í morgun að ræða þessi mál. Gott fyrir hann.

Ég mæli með öfgalausum umræðum þar sem við sleppum útúrsnúningum, skrumskælingum og Brynjari.

pólitík
Athugasemdir

Elín Sigurðardóttir - 10/06/14 12:03 #

Ágætur pistill hjá Brynjari. Varla á umræðan að einskorðast við oddvita Framsóknarflokksins?

Elín Sigurðardóttir - 10/06/14 12:05 #

Hér er þó athugasemdum um þetta mál enn hleypt að. Staðan er ekki svo góð á Knuz.is

Elín Sigurðardóttir - 10/06/14 12:15 #

Þá er það komið á hreint. Umræðan á bara að snúast um oddvita Framsóknarflokksins. Það sem Knuz kallar afvegaleiðing umræðunnar heitir hér útúrsnúningar og skrumskæling. Er ekki best að kalla hlutina sínum réttu nöfnum? Þetta er bara þöggun:

Kæra Elín

Þú spyrð af hverju taki svo langan tíma að fá birtar athugasemdir hér. Til fróðleiks er þessi grein: http://knuz.is/2014/03/25/virk-i-athugasemdum/ Sérstaklega er bent á liðinn: Afvegaleiðing umræðu:

Athugasemdir þínar fjalla um lóðaúthlutun í Reykjavík og flugvallarsvæðið, forréttindahópa og uppboðsstefnu. Þær eru við grein Guðrúnar Margrétar: http://knuz.is/2014/05/31/feministi-truleysingi-og-einlaeg-studningskona-moskubyggingar-i-reykjavik/, og eru ekki í neinum tengslum við efni hennar.

Bestu kveðjur

fh. ritstjórnar Gísli

Matti - 10/06/14 13:12 #

Hvað í ósköpunum hefur ritstjórnarstefna knúz.is með mig að gera?

Pistillinn hjá Brynjari væri ágætur ef hann byrjaði ekki á ósannindum.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)