Örvitinn

Hvar búa borgarfulltrúar 2014?

Fyrir fjórum árum tók ég saman yfirlit yfir búsetu borgarfulltrúa. Ég skoðaði núverandi stöðu til samanburðar og þróunin kom mér á óvart, borgarfulltrúarnir hafa færst nær miðbænum og voru þeir þó frekar miðlægir síðast. Núna býr enginn borgarfulltrúi austan við Elliðá. Núna býr einungis Björk Vilhelmsdóttir austan við Reykjanesbraut/Sæbraut.

Lítil yfirlitsmynd

Hér má sjá Reykjavík alla og í þessari frétt Eyjunnar má sjá fjölda íbúa borgarinnar eftir póstnúmerum.

N.b. ég er latur og því er píratinn Halldór næstum eins á litinn og Besta flokks fólkið. Sama leti veldur því að ég nenni ekki að fara yfir varaborgarfulltrúa.

ps. Uppfærði færsluna, í upprunalegu færslunni var ég með Björk Vilhelms í Fossvoginum en það var nafna hennar. Staðbundin leit á já.is ruglaði mig í ríminu.

pólitík
Athugasemdir

Siggi O - 18/06/14 20:01 #

Flott mynd.

Mér fannst einn punkturinn svolítið skemmtilegur.

Búa Sóley Tómasar og svo einhver úr Sf. í sömu götunni eða í sama húsinu? Útskýrir það half-and-half punktinn þarna?

Ég er ánægður með hvað borgarfulltrúarnir eru umhverfisvænir, að búa nálægt vinnunni sinni.

Matti - 18/06/14 20:06 #

Það er bölvað vesen með þessa flokka að geta ekki valið ólíka liti :-)

Þess vegna fékk Sóley báða liti flokksins. Leti kom í veg fyrir að ég lagaði pírata með álíka fikti.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)