Örvitinn

Lög á verkföll - viðsnúningur

Flugvélavængur og ský

Þegar yfirvöld ákveða að setja lög til að koma í veg fyrir eða enda verkfall, væri þá ekki sniðugt að hafa lögin stundum þannig að vinnuveitandi sé neyddur til að fara að öllum ítrustu kröfum viðsemjenda auk þess að greiða einhverja sekt í ríkissjóð? Það er t.d. alveg jafn mikið stjórnendum Icelandair að kenna að ekki hefur tekist að semja.

Það mætti jafnvel fara eftir slembifalli til að ákveða hvort lög á verkföll séu með þessum hætti. Draga lottótölu eða eitthvað. Í flestum tilvikum væru sett "hefðbundin" lög á verkfall en af og til væru lögin íþyngjandi vinnuveitanda.

Með þessu fyrirkomulagi væri jafn mikill þrýstingur á báða aðila að semja áður en lög eru sett. Núna virðist þetta einungis henta fyrirtækjum og vera tæki sem notað er gegn vinnandi fólki.

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 18/06/14 19:51 #

Af hverju þá ekki að sekta hinn aðilann stundum líka? Vegna þess að lög á verkfall eru íþyngjandi fyrir launafólk en ekki vinnuveitanda.

Trausti - 18/06/14 23:19 #

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér. Annað hvort leggja sektir á þá sem hefur fólk í vinnu sem er í félagi sem lög hafa verið sett á eða gera hluta framleiðslunnar/gróðans upptækan á meðan.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)