Örvitinn

Ekki vísa "hér"

Vísanir

Örlítið hollráð til þeirra sem skrifa á vef. Þegar texti á vefsíðu inniheldur vísun er æskilegt að setja vísunina í texta sem tengist henni en ekki bara í eitt orð, sérstaklega ekki orðið "hér". Sjá t.d. hér! Mér finnst ég sjá þetta æ oftar.

Í greininni Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur sem birtist á Kjarnanum eru frekar margar slíkar vísanir. Hér er dæmi:

Í Facebook-færslu sem nú er orðin að samhljóma pistli á Pressunni hjólar hann af miklu afli í Kjarnann, ásakar okkur um að ganga erinda og segir okkur hvað við ættum í raun að vera að gera. Pistilinn má lesa hér.

Betra væri að setja vísunina á viðeigandi stað.

Í Facebook-færslu sem nú er orðin að samhljóma pistli á Pressunni hjólar hann af miklu afli í Kjarnann, ásakar okkur um að ganga erinda og segir okkur hvað við ættum í raun að vera að gera.

Auk þess að færa vísun bætti ég texta við slóðina sem sést þegar bendill fer yfir. Annað dæmi úr sömu grein:

Í Kjarnanum sjálfum fann ég tvö dæmi. Annað er leiðari sem skrifaður var 9. janúar. Hann má lesa hér.

Þarna er vísunin sjálf reyndar ekki í lagi hjá kjarnanum. Ég lagaði hana, færði inn í textann og bætti við merkingu á eftir vísun til að ljóst sé að þarna er vísað á pdf skjal en ekki vefsíðu.

Í Kjarnanum sjálfum fann ég tvö dæmi. Annað er leiðari sem skrifaður var 9. janúar (pdf).

Það er læsilegra að setja vísanir inn í textann og auk þess betra fyrir leitarvélar. Í síðasta dæmi myndu einhverjir láta duga að hafa vísun á orðinu "leiðari" en mér finnst ágæt regla að hafa vísanir á fleiri en einu orði ef þau eiga við.

vefmál
Athugasemdir

Stebbi - 10/07/14 09:16 #

Þessi bloggpistill er að mínu mati mjög í anda annars bloggara. Það er hægt að sjá hver það er með því að smella hér.

Matti - 11/07/14 14:11 #

Ég og Eiður sjáum um að ala þjóðina upp. Einhverjir neyðast til að gera það.

Matti - 19/09/14 14:54 #

Hér er dæmi notkun á "hér" vísunum sem gengur alveg upp. Tilgangurinn er ekki sá að notendur elti allar vísanirnar heldur frekar að leggja áherslu á hve afkáranlega margar þær eru. En öll "hér" í textanum eru vísun á grein.

DV: Fullyrðing ráðherra röng samkvæmt ríkissaksóknara

DV hefur áður fjallað um ósannindi Hönnu Birnu, sjá hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér og hér. Auk þess hafa tilkynningar birst á vef innanríkisráðuneytisins sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum, sjá til dæmis hér, hér og hér




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)