Örvitinn

Fólkið sem vill Orð kvöldins og morgunbænir - uppfært

Hópur fólks

Það er fróðlegt að renna yfir lista meðlima í Facebook hópnum Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV.

Þarna sameinast helstu hommahatar landsins, andstæðingar mosku í Reykjavík og meint frjálslyndisfólk. Það er eitthvað krúttlegt við að Guðmundur Andri, Björk Vilhelmsdóttir, Gerður Kristný, Gylfi Ægisson, Geir Jón, Rúna Hjaltested, Gísli Tryggvson, Hallur Hallsson, Elin Hirst, Viðar H. Guðjohnsen, Jón Valur Jensson, fjölmargir ríkiskirkjuprestar og fleiri öfgatrúmenn sameinist um svo "mikilvægt málefni".

Sniðmengi þessa lista og hópsins Mótmælum mosku í Reykjavík er merkilega stórt og á andmoskusíðunni hafa verið birtar færslur þar sem dagskrárbreytingum útvarps er mótmælt.

Þegar umræður á síðunni eru skoðaðar má sjá ríkiskirkjupresta og heitustu sértrúarmenn landsins skipuleggja mótmæli (sem þau kalla bænastund). Svo keppist liðið við að hneykslast á Vantrú - sem kemur málinu ósköp samt ósköp lítið við. Kannski það sameini allt þetta fólk, óbeitin á Vantrú.

Svona getur Vantrú, morgunbænin og orð kvöldins verið máttug. Þó hlusta bara 2.2% landsmanna eldri en 50 ára á Orð kvöldsins samkvæmt einni mælingu, 97.8% eldra fólks hlusta ekki. Alveg eins og flestir hafa sleppt því að melda sig í hópinn með ríkiskirkjuprestunum, hommahöturunum, andstæðingum mosku og "ég er reyndar ekki trúaður en..." liðinu.

Uppfært

Fékk Facebook athugasemd um að einstaklingur í þessari upptalningu minni hefði verið að "skrá sig úr þessum hóp í þriðja skipti, en einhverjir bæta honum jafnharðan inn aftur. Þannig að það er nú kannski óþarfi að setja þá sem þarna eru skráðir alla í hóp með hommahöturum og moskuóvinum."

Þetta er réttmæt athugasemd, ég verð að játa að ég gerði einfaldlega ekki ráð fyrir að aðstandendur síðunnar væru svo óforskammaðir að setja fólk ítrekað í hana að því óforspurðu. Félagalistinn er ómarktækur.

kristni
Athugasemdir

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir - 18/08/14 07:54 #

Athyglisvert að mörgu leyti en þó ekki. Kannski staðreynd sem hefur verið pínu falin að þeir sem telja sig kristna hafi minna umburðarlyndi gagnvart fólki sem "fellur ekki í íslenska kassann!"

Matti - 18/08/14 09:00 #

Mikið rétt. Það þarf óskaplega lítið að gerast, eins og þetta dæmi sýnir, til að yfirlýsingar um að hér búið kristin þjóð í kristnu landi heyrist víða. Jafnvel stundum frá sama fólki og tala hefur um víðsýni og fjölmenningu í kring um mosku í Reykjavík. Það mega margir ríkiskirkjuprestar taka til sín.

Matti - 18/08/14 11:27 #

Nú eru þau rosalega ánægð með umfjöllun á Bylgjunni í morgun.

Umsjónarmaður þess þáttar, Heimir Karlsson, er eiginmaður Rúnu Hjaltested, sem er ein ákafasta manneskjan í þessum hópi.

Ó, þetta ofsótta og kúgaða fólk.

Engum dettur í hug að Bylgjan taki við þessu hlutverki.

Andri - 18/08/14 12:05 #

Áhugavert... þó ég tel að það megi finna ýmislegt annað sem þetta fólk á sameiginlegt. Allt eftir því hvað fólk leitar.

En ég þekki lítið til málsins og skiptir mig í raun voða litlu. En vildi þó benda á hvernig þú stillir upp hlustendatölunum.

2.2% Er ekki lítil hlustun á þessum tíma dags! Hlustun á útvarp mælist í raun alltaf frekar lítil og sér í lagi þegar ein útvarpsstöð er tekin út og hvað þá afmarkaður tími er skoðaður. Til að mynda hlusta 3.3% á FM957 á heilli viku, 1.9% hlusta á X-ið 977. Þarna er verið að skoða einhverja hlustunn á heilli viku. Getur rétt ímyndað þér tölurnar ef við værum bara að skoða 22:00 - 22:15!

Þannig að áður en fólk fer að stilla einhverju upp þá er ágætt að fólk geri sér grein fyrir hvað um ræðir og hvað í raun og veru tölurnar merkja!

Matti - 18/08/14 13:29 #

Ég sá þetta í einhverri umræðunni á Facebook grúbbunni. Sýnist þetta vera uppsafnaðar tölur, en þó skipt niður á mínútur!

Ég veit ekkert um hlustunartölur á útvarp, bara svo það komi fram. Er þó nokkuð viss um að langflest eldra fólk hlustar alls ekki á þetta útvarpsefni.

Konni - 18/08/14 17:13 #

Verið velkomin! Ég Fullyrði!!!

Að engum umælum verður eytt!!!!!

(Einu undantekningarnar eru ef þau ummælin þóknast ekki stefnu samtakana :c)

https://www.facebook.com/burt.med.baenir

Ingi - 18/08/14 17:30 #

Ég veit til þess að messurnar og kvöldbænin hafa lengi haft langminnsta hlustun reglulegra dagskrárliða á RÚV. Á hinn bógin hefur útsending frá jólamessu í Dómkirkjunni lengi verið og er enn vinsælasta útvarpsefnið. Af þessu er eðlilegt að draga þá ályktun að hlustendur Rásar 1 séu enn allkristnir en finnist kvöldbænin og messurnar einfaldlega vera lélegt útvarpsefni. Þannig að það sem er í rauninni í gangi er að einhver lítill hópur kristinni manna vill endilega drepa alla hina úr leiðindum og þannig minnka áhuga meðaltrúmannsins á trúariðkun. Trúleysingjum ætti að finnast það hið besta mál.

(Því miður finnast hlustendakannanir RÚV ekki með gúggli, en ársskýrsla 2011-12 er á netinu og í henni kemur fram hlustunin á jólamessuna.)

Matti - 18/08/14 18:57 #

Hlustun á jólamessu er hefð á mjög mörgum heimilum, alveg óháð trú. Svona næstum eins og malt og appelsín.

Langflestir sem mótmæla nú hafa aldrei hlustað á dagskrárliðina sem á að leggja niður - enda mótmæla flestir fyrir hönd annarra. Blessaða gamla fólksins, eins og það sé allt eins.

Það er örugglega til eitthvað gamalt fólk sem mun sakna þessa efnis, það verður alltaf til gamalt fólk sem verður ekki sátt við einhverjar breytingar.

Samt breytast hlutirnir.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)