Örvitinn

Ómarktækur félagalisti bænavinahóps

Komið hefur í ljós að meðlimalisti Facebook hópsins Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV, sem ég fjallaði um í síðustu bloggfærslu, er ómarktækur. Eins og ég bendi á í viðbót við þá færslu hafa einstaklingar sem eru skráðir í hópinn jafnvel gert ítrekaðar tilraunir til að skrá sig úr honum en eru alltaf skráðir í hann jafnóðum aftur.

Þetta mættu fjölmiðlar athuga. RÚV er reyndar með þetta á hreinu.

Þetta er reyndar sama aðferð og var lengi vel notuð til að viðhalda félagaskrá ríkiskirkjunnar, jafnvel enn. Best að skrá fólk án þess að það hafi neitt um það að segja og í gamla daga var nóg að flytja milli hverfa til að lenda aftur í ríkiskirkjunni þó fólk hefði skráð sig úr henni.

kristni
Athugasemdir

Matti - 20/08/14 10:39 #

Meðlimur í Vantrú komst að því að honum hafði verið bætt í þennan hóp - hann vissi ekki af því fyrr en hann skoðaði það sérstaklega.

Sést hve mikið var að marka þetta.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)