Örvitinn

Tölvubúnaður forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáir sig um skattabreytingar á bloggsíðu sinni.

Ein­hverj­ir virðast reynd­ar enn vera þeirr­ar skoðunar að það sé eðli­legt að verð sumra vara, t.d. tölvu­búnaðar og heim­ilis­tækja sé svo hátt að aðeins hluti þjóðar­inn­ar hafi efni á að kaupa slík­ar vör­ur. #

Það eru engin vörugjöld eða tollar á tölvubúnaði. Það sem breytist miðað við núverandi fjárlög er að virðisaukaskattur af tölvubúnaði fer úr 25.5% í 24%. Ég efast um að það verði til þess að stærri hluti þjóðarinnar hafi efni á að kaupa sér tölvubúnað þó hundrað þúsund krónurnar verði að 98.800 krónum, sérstaklega ekki þegar sá gróði hverfur strax í næstu matvörubúð miðað við u.þ.b. 18þ króna innkaup í dag.

Fólk getur svo dundað sér við að reikna út hvað það þarf að versla oft í matinn til að tapa gróðanum af verðlækkunum á ísskápnum og sjónvörpum.

pólitík
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)