Örvitinn

Kristsdagur er alla daga

Bænaganga 2007

Nokkra daga á ári hneykslast fólk yfir kristilegum samkomum þar sem kristin kenning er borin fram í boði ríkiskirkjunnar og hinna kristnu trúfélaganna á Íslandi sem starfa í skjóli hennar. Í dag var það Kristsdagur í Hörpu.

Hina dagana hneykslast fólk á því hvað Vantrú er mikið öfgafélag fyrir að mótmæla ríkiskirkju og kristilegum áróðri sem settur er fram opinberlega.

Hina dagana erum við í Vantrú að fylgjast með því sem ríkiskirkjan og kó eru að segja og gera og oftast er það ekkert skárra en það sem boðið var upp á í Hörpu í dag. Prédikanirnar, útvarpsmessurnar, blaðagreinarnar - Fowler minn góður - ruglið tekur engan enda. Dagurinn í dag er ekkert merkilegri en flestir aðrir dagar þegar kemur að kristilegu bulli í boði ríkissjóðs. Það fer bara aðeins meira fyrir því nú eins og bænagöngum og samkomum í Laugardalshöll áður.

Kristsdaginn styðja flestir landsmenn samt! Þeir sem mótmæltu þegar hætta átti með morgunbænir á RÚV nýlega styðja þetta - kannski einhverjir án þess að vita af því. Fátt hefur hreyft betur við öfgatrúfólkinu en stuðningurinn sem það fékk þá, sjálfstraustið rauk upp. Munum að í forsvari fyrir mótmælin þá voru ríkiskirkjuprestahjón en bak við þau voru nöttarar!

Þeir sem nenna ekki að skrá sig úr ríkiskirkjunni, þrátt fyrir að vera ekki trúaðir og jafnvel mótfallnir ríkiskirkjufyrirkomulaginu, eiga þennan dag alveg skuldlaust. Þetta var ykkar dagur.

kristni
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)